Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1973 af Garðari Cortes. Frá stofnun Söngskólans hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám í skólanum. Nú eru liðin 50 ár frá stofnun hans og við ætlum að halda hátíð í tilefni þess þann 24. september kl 16:00 í Langholtskirkju.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum degi með okkur. Við erum að setja saman frábæra dagskrá með aðstoð fyrrverandi og núverandi nemenda skólans sem þú vilt ekki missa af!