Við viljum vekja athygli á tónleikum þessara ungu söngvara en þau koma fram á tónleikum í Langholtskirkju þ. 13. mai kl. 20:00 Tilefnið er að þau þrjú munu ljúka 8. stigs prófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík.
Á efnisskránni verða söngperlur úr ýmsum áttum, þekktar óperuaríur, dúettar og íslensk sönglög.
Píanóleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir.
Boðið verður upp á kaffi og meððí í hléi.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest! Aðgangur er ókeypis.
Við hvetjum alla velunnara skólans og nemendur til að mæta vel.