Söngskólinn í Reykjavík mun taka þátt í Alheimshreinsunardeginum 15.september 2018.
Við ætlum að hreinsa umhverfis nýja húsnæðið okkar; Sturluhallir við Laufásveg 49-51. Starfsmenn skólans, nemendur, nágrannar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hjálpa til. Mæting kl. 10:00.
Gott að taka með sér hanska – en við minnum á plastlausan september, sem sagt; helst ekki vera með plasthanska. Einnig má taka plokktangir eða önnur hjálpartæki við tínsluna.
Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkara hreyfingin standa á bak við alheimshreinsunardaginn á Íslandi. Sjálboðaliðar í 150 löndum sameinast í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let´s Do It! World.
Við erum stollt af því að taka þátt í þessu frábæra framtaki!