Nemendaópera og Ungdeild Söngskólans í Reykjavík flytja ævintýraóperuna Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson á miðvikudaginn næsta, 30. mars í Langholtskirkju. Sýningin hefst kl. 19:30
Miðasala hefst á morgun, 25. mars kl. 13:00 í Söngskólanum í Reykjavík. Miðaverð kr. 2.000
Verið öll hjartanlega velkomin. Hér er á ferðinni virkilega skemmtileg íslensk ópera sem ekki má missa af.