Burtfararprófstónleikar í Snorrabúð, sunnudaginn 13. maí 2018 kl. 16:00
Hans Martin Hammer bass baritón
Hólmfríður Sigurðardóttir píanó
Skúli þór Jónasson knéfiðla
Hans er nemandi Viðars Gunnarssonar. Allir velkomnir og frítt inn
Um Hans:
Hans Martin Hammer bass baritón er fæddur í Ósló árið 1992 og hefur fengist við tónlist frá barnsaldri; hóf gítarnám 12 ára gamall og á menntaskólaárunum í Alta hóf hann nám á klassískan gítar og síðar bassagítar. Hann spilaði í ýmsum hlómsveitum og tók m.a. þátt í uppsetningum á Christmas Charol eftir Charles Dickens og Vesalingunum og Miss Saigon eftir Claude-Michel Schönberg. Árið 2011 hóf hann söngnám hjá Njål Thorud við Toneheim tónlistarskólann. Þar tók hann einnig þátt í ýmsum skólauppfærslum m.a. söng hann hlutverk Falstaffs í samnefndri óperu Verds í styttri útgáfu. Árið 2013 kom Hans Martin til Íslands til að stunda nám við Söngskolann í Reykjavík, þar sem Viðar Gunnarsson og Hólmfríður Sigurðardóttir hafa verið hans aðalkennarar. Hann hefur sungið með ýmsum kórum hér á landi, m.a. Óperukórnum undir stjórn Garðars Cortes, Langholtskórnum undir stjórn Jóns Stefánssonar og Steins Loga Helgasonar og einnig Karlakór Grafarvogs, undir stjórn Írisar Erlingsdóttur og þar hefur hann einnig komið fram sem einsöngvari. Hans hefur tvisvar sinnum tekið þátt í uppsetningu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík. Vorið 2016 fór hann með hlutverk Standklukkunnar í Töfraheimi Prakkarans eftir Ravel, í Kaldalóni, Hörpu. Vorið 2017 söng hann hlutverk Annars varðarins í Töfraflautunni eftir Mozart, í Norðurljósasal, Hörpu.