Garðar Cortes

600 600 Söngskólinn í Reykjavík
Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og hefur stýrt honu síðan.
Garðar lauk einsöngvara- og söngkennaraprófum frá The Royal Academy og Music og Watford School of Music í Englandi 1968 og 1969, aðalkennari Joyce Herman Allen.  Hann fylgdi því námi eftir með söngnámi hjá Linu Pagliughi á Ítalíu, prof. Helene Karusso í Vínarborg og námi í  ljóðatúlkun hjá dr. prof. Erik Werba. Garðar hefur komið víða við tónlistarlífinu á Íslandi: -Skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði 1969 – 1970 -Skólastjóri og söngkennari við Söngskólann í Reykjavík frá 1973 -Stofnandi og aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Reykjavík frá 1975 -Formaður Landssambands blandaðra kóra frá 1977 -Stofnaði Íslensku óperuna 1979 og var óperustjóri til 2000 -Tenórhlutverk, m.a. hjá Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Sinfóníuhljómsveit Íslands* -Stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra, Samkórs Kópavogs, Söngsveitarinnar Fílharmoníu, Kórs Söngskólans og Kórs íslensku óperunnar. -Hljómsveitarstjóri m.a.í Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. -Tenórhluterk í óperu- og tónleikahúsum í Bretlandi, Írlandi, öllum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Suður Ameríku* -Stjórnandi og kennari á Nord-klang kóramótum Norrænu kórasamtakanna sl. 20 ár -Hljómsveitarstjóri m.a. Þýskalandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékklandi og Norðurlöndunum -Gestastjórnandi 300 manna kórs og hljómsveitar í Carnegie Hall í New York. Garðari hefur hlotnast ýmiss heiður fyrir frumkvæði sitt og störf að tónlistarmálum; -Hlaut fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir stofnun Íslensku óperunnar 1982 -Sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu 1990 -Hlaut Menningarverðlaun VISA 1999.
Helstu sönghlutverk:
•    Manrico / Il Trovatore – Radames / Aida – Hertoginn / Rigoletto – Otello / Otello
•    Florestan / Fidelio –  Cavaradossi / Tosca – Hoffmann / Ævintýri Hoffmanns
•    Canio / Pagliacci – Don Jose / Carmen