Frumsýning – UPPSELT
Það er auðvitað mjög ánægjulegt að tilkynna að það er uppselt á frumsýningu Nemendaóperunnar á laugardaginn 8. febr.
Eins og fram hefur komið þá frumsýnir Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík söngleikinn Fiðlarann á þakinu þ. 8. febrúar í Tjarnarbíói
Fiðlarinn er einn þekktasti söngeikur allra tíma fullur af söng, dans og kímni: Tevje mjólkurpóstur og fjölskylda hans eru búsett í gyðingaþorpinu Anatevka í Rússlandi í upphafi 20. aldarinnar. Honum gengur brösulega að gifta þrjár af dætrum sínum þrátt fyrir hjálp hins hefðbundna hjúskaparmiðlara. Inní söguna fléttast umrót og ofsóknir á hendur gyðingum.
Höfundar tónlistar er Jack Bock, Sheldon Harnick en íslensk þýðing er eftir Þórarinn Hjartarson
- Með hlutverk fara:
- Tevje: Ólafur Feyr Birkisson
- Golda: Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir
- Tzeitel: Rosemary Atieno Othiambo
- Hodel: Halldóra Ósk Helgadóttir
- Khava: Elín Bryndís Snorradóttir
- Yenta: Íris Sveinsdóttir
- Mótel: Björn Ari Örvarsson
- Perchik: Birkir Tjörvi Pálsson
- Lazar Wolf: Ísak Henningsson
- Rabbí: Jón Guðmundsson
- Fyedka: Ellert Blær Guðjónsson
- Amma-Tzeitel: Guðrún Margrét Halldórsdóttir
- Avram: Tryggvi Pétur Ármannsson
- Mendel: Ísak Henningsson
- Þorpsbúar: Nemendur Söngskólans í Reykjavík
- Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir
- Danshöfundur: Chantelle Carey
- Aðstoðardanshöfundur : Aðalheiður Halldórsdóttir
- Tónlistastjóri: Hrönn Þráinsdóttir
- Hljómsveit: Sigurður Helgi Oddsson hljómveitarstjóri, píanó, harmonika
- Matthías Stefánsson, fiðla
- Haukur Gröndal, klarinett
- Þorgrímur Jónsson, kontrabassi
- Erik Qvick, slagverk
Búningar / leikmunir: Íris Sveinsdóttir, Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir
Hver man ekki eftir lögunum: „Ef ég væri ríkur og Sól rís, sól sest.“