STAÐUR & STUND

10. desember, 2018

Fleiri góðir gestir

Við fengum góða gesti í heimsókn í Söngskólann á dögunum en þar fór fram undirritun samnings á milli ríkisins og sveitarfélaganna um stuðning við tónlistarnám.

Samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna um stuðning við tónlistarnám er ætlað að jafna aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi og festa betur fjármögnun námsins í sessi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu samkomulagið af hálfu ríkisins og Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Karl Björnsson framkvæmdastjóri fyrir hönd sveitarfélaganna. Undirritunin fór fram í Söngskólanum í Reykjavík í morgun.
 
„Tónlistarnám er mikilvægt og gott veganesti út í lífið. Jafnt aðgengi að menntun er skilgreint sem meginmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og að því vinnum við. Ég fagna þessu samkomulagi og þeim einhug sem um það ríkir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

10. desember, 2018

Fleiri góðir gestir

Við fengum góða gesti í heimsókn í Söngskólann á dögunum en þar fór fram undirritun samnings á milli ríkisins og sveitarfélaganna um stuðning við tónlistarnám.
Samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna um stuðning við tónlistarnám er ætlað að jafna aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi og festa betur fjármögnun námsins í sessi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu samkomulagið af hálfu ríkisins og Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Karl Björnsson framkvæmdastjóri fyrir hönd sveitarfélaganna. Undirritunin fór fram í Söngskólanum í Reykjavík í morgun.
 
„Tónlistarnám er mikilvægt og gott veganesti út í lífið. Jafnt aðgengi að menntun er skilgreint sem meginmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og að því vinnum við. Ég fagna þessu samkomulagi og þeim einhug sem um það ríkir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING