Sópransöngkonan Claire Rutter, sem við þekkjum hvað best sem Tosca hjá Íslensku Óperunni og píanóleikarinn og óperuþjálfarinn Janet Haney hafa verið gestir Söngskólans í Reykjavík þessa vikuna og unnið með Nemendaóperunni og tekið nemendur í einkatíma. Það er á dagskrá Söngskólans að fá í heimsókn frábæra leiðbeinendur til þess að vinna með nemendum og lífga upp á námsefnið. Nokkrar myndir voru teknar af þeim stöllum við vinnu sína ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara og óperuþjálfara Nemendaóperunnar.