Framhaldsnám

FRAMHALDSNÁM

6. stig – Fyrri áfangi til Framhaldsprófs – Íslenskt og ABRSMNámskrá Söngskólans sameinar kröfur aðalnámskrár tónlistarskóla, gefin út af menntamálaráðuneytinu frá 2002 og ABRSM frá 2018

Forkröfur:                                                                                                                   

 • Miðprófi í söng lokið með framhaldseinkunn 77 / 115
 • 5. stigs prófi í tónfræði lokið
 • 6. stig í hljómfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
 • Að lágmarki einum áfanga í tónlistarsögu lokið

Verkefnalisti: 21 verkefni

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskráa Söngskólans, námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2002 og námskrá ABRSM frá 2018. Verkefnin skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum og innihalda sönglög, söngva úr leikritum og söngleikjum, aríur úr kantötum, óratoríum, óperettum og óperum.  Sungið sé að lágmarki á fjórum tungumálum, þ.e. íslensku og þremur erlendum tungumálum.

Á verkefnalistanum er merkt við 11 verkefni:

 • Merkt  XX:     3 verkefni ABRSM úr A-B-C-D-E listum
 • Merkt  X:        6  viðfangsefni af verkefnalista framhaldsnáms – Prófdómari velur 1 þeirra
 • VAL :               1 viðfangsefni að vali nemanda
 • ÞJÓÐLAG:     1 undirleikslaust (1-3 mín)

Röð flutnings:

 • 3 verkefni úr ABRSM námskrá – söngvari ræður röð
 • 1 verkefni sem prófdómari velur
 • 1 VAL – verkefni
 • 1 Undirleikslaust þjóðlag

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 6. stigs prófs.

Til að ljúka 6. stigs prófi:

 • Söngur 6. stig
 • Tónheyrn og nótnalestur 6. stig
 • Hljómfræði 6. stig
 • Tónlistarsaga 2 áfangar

7. stig – Seinni áfangi til Framhaldsprófs  – Íslenskt og ABRSMNámskrá Söngskólans sameinar kröfur aðalnámskrár tónlistarskóla, gefin út af menntamálaráðuneytinu frá 2002 og ABRSM frá 2018

Forkröfur:                                                                                                                   

 • 6. stigi í söng lokið með framhaldseinkunn 77 / 115
 • 6. stigs prófi í hljómfræði lokið
 • 7. stig í hljómfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
 • Tveim áföngum í tónlistarsögu lokið (3. og 4. áfangi sé í undirbúningi)

 Verkefnalisti:  21 verkefni

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskráa Söngskólans, námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2002 og námskrá ABRSM frá 2018.  Verkefnin skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum og innihalda sönglög, söngva úr leikritum og söngleikjum, aríur úr kantötum, óratoríum, óperettum og óperum.  Sungið sé að lágmarki á fjórum tungumálum, þ.e. íslensku og þremur erlendum tungumálum.

Á verkefnalistanum er merkt við 11 verkefni:

 • Merkt  XX :     3 verkefni ABRSM úr A-B-C-D-E listum
 • Merkt  X:         6 viðfangsefni af verkefnalista til framhaldsnáms – Prófdómari velur 1 af þeim
 • VAL :                1 viðfangsefni að vali nemanda
 • ÞJÓÐLAG:      1 undirleikslaust (1-3 mín)

Röð flutnings:

 • 3 verkefni af ABRSM lista – söngvari ræður röð
 • 1 verkefni sem prófdómari velur
 • 1 Val – verkefni
 • 1 undirleikslaust þjóðlag

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 7. stigs prófs.

Til að ljúka Framhaldsprófi og 7. stigs prófi:

 • Söngur Framhaldspróf og 7. stig ABRSM
 • Tónheyrn og nótnalestur 7. stig
 • Hljómfræði 7. stig
 • Tónlistarsaga fjórir áfangar – lokapróf
 • Píanóleikur 1. stig (eða annað hljóðfæri metið)
 • Hluti af Framhaldsprófinu eru tónleikar í félagi við 1 eða fleiri samnemendur.