Hrafnhildur Árnadóttir mun syngja í IVC keppninni á morgun, laugardaginn 9. september. IVC er alþjóðleg keppni fyrir einsöngvara, sem haldin hefur verið síðan árið 1954 í Hollandi.
Hún mun flytja óperuaríu eftir Mozart, oratoríuaríu eftir Rossini og ljóð eftir Strauss.
Þetta er prógrammið sem hún mun syngja:
Wolfgang Amadeus Mozart 1756 – 1791
In quali eccessi, o Numi!… Mi tradì quell’alma ingrata – Don Giovanni
Gioacchino Rossini 1792 – 1868
Crucifixus – Petite Messe Solennelle
Richard Strauss 1864 – 1949
September – Vier letzte Lieder