Garðar

STAÐUR & STUND

23. maí, 2023

Garðar Cortes stofnandi Söngskólans er fallinn frá

Garðar Cortes stofnandi Söngskólans í Reykjavík og skólastjóri til fimmtíu ára er látinn. Við, starfsfólk skólans og nemendur, minnumst hans sem einstaks kennara og góðs vinar sem og einnig hans einstöku hlýju og áhrifamiklu nærveru. Garðar var hvetjandi og hann var hamhleypa til verka hvar sem hann kom, sem sést best á afkastamiklu ævistarfi hans sem setti mark sitt svo um munar á íslenskt tónlistarlíf. Garðar stofnaði í kjölfar skólans Íslensku óperuna og söng helstu hlutverk óperubókmenntanna þar og annars staðar um heiminn. Við í Söngskólanum í Reykjavík minnumst hans með hlýhug og þakklæti fyrir allt hans góða starf og manngæsku. 

Útför Garðars verður gerð frá Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 23.maí 2023 kl. 15.00 og eru öll sem vilja fylgja honum boðin innilega velkomin. 

Garðar

23. maí, 2023

Garðar Cortes stofnandi Söngskólans er fallinn frá

Garðar Cortes stofnandi Söngskólans í Reykjavík og skólastjóri til fimmtíu ára er látinn. Við, starfsfólk skólans og nemendur, minnumst hans sem einstaks kennara og góðs vinar sem og einnig hans einstöku hlýju og áhrifamiklu nærveru. Garðar var hvetjandi og hann var hamhleypa til verka hvar sem hann kom, sem sést best á afkastamiklu ævistarfi hans sem setti mark sitt svo um munar á íslenskt tónlistarlíf. Garðar stofnaði í kjölfar skólans Íslensku óperuna og söng helstu hlutverk óperubókmenntanna þar og annars staðar um heiminn. Við í Söngskólanum í Reykjavík minnumst hans með hlýhug og þakklæti fyrir allt hans góða starf og manngæsku. 

Útför Garðars verður gerð frá Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 23.maí 2023 kl. 15.00 og eru öll sem vilja fylgja honum boðin innilega velkomin. 

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING