“Félagslífið í Söngskólanum er frábært og fólkið er svo hvetjandi!”
Snjólaug Vera Jóhannsdóttir (t.v) nemandi í Grunndeild
“Skólinn hefur hjálpað mér mikið í að byggja upp sjálfstraustið mitt og sviðsframkomu!”
Margrét Björk Daðadóttir (t.h) nemandi í Grunndeild

Grunndeild
Grunndeild Söngskólans í Reykjavík er frábær grunnur fyrir framtíðar söngvara, hvort sem þeir hafa einhvern grunn í tónlist eða ekki. Grunnnámið miðast við fyrstu þrjú stigin í gamla kerfinu, 1., 2. og 3. stigið. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og geta nemendur tekið prófið á áföngum, eða lokið því með einu prófi, Grunnprófi. Nám til Grunnprófs tekur að jafnaði 1-2 ár.
Markmið söngnámsins við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru þjálfaðir í sviðsframkomu og öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði.