Hrund Ósk Árnadóttir var nemandi Dóru Reyndal við Söngskólann í Reykjavík til ársins 2009, er hún lauk Burtfaraprófi.
Eftir námið hér fór Hrund í frekara nám við virtan tónlistarháskóla í Berlín, Hanns Eisler.
Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00, heldur Hrund tónleika ásamt Kristni Erni í Salnum í Kópavogi. Þau flytja Callas perlur og mikla Strauss rómantík, verk um vonina, ástina, missi, slæmt veður og endalokin, en allt á léttum nótum eins og þau orða það sjálf á facebook-viðburði tónleikana. Viðburðinn má nálgast hér.
Við í Söngskólanum í Reykjavík mælum eindregið með þessu frábæra tónlistarfólki!
Sjáumst í Salnum í Kópavogi