Efnisskrá tónleikana:
Liederkreis, Op. 39 eftir Robert Schumann
Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler
Nokkur lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler
Frá 2009-2013 stundaði Jóhann Kristinsson nám við Söngskólann í Reykjavík, hjá Bergþóri Pálssyni. Eftir námið hér fór Jóhann í masternám við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín, í óperusöng. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch.
Jóhann hefur vakið athygli í Þýskalandi fyrir ljóðasöng. Nýverið vann hann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Hann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni. Í fyrrasumar komst hann í úrslit í alþjóðlegu Robert Schumann keppninni, sem haldin er fjórða hvert ár í Zwickau.
Það er vert að fylgjast með þessum unga manni sem er nú þegar að gera það gott. Hann hefur nýlega skrifað undir tveggja ára samning við óperustúdíó ríkisóperunnar í Hamborg.
Með Jóhanni á tónleikunum er píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz. Hann er margverðlaunaður píanisti sem kemur reglulega fram á virtum tónlistarhátíðum víða um heim, t.d. Salzburger Festspiele, Bayreuth Festival, Lucerne Festival, Festival d’automne à Paris, Festival Pontino di Latina Roma, the Jerusalem Schubertiade, the Vancouver Chamber Music Series í Kanada og Festival d’Aix-en- Provence í Frakklandi.
Við mælum eindregið með þessum tónleikum. Hér er hægt að nálgast miða á tónleikana: https://www.tix.is/is/salurinn/buyingflow/tickets/4432