STAÐUR & STUND

26. janúar, 2018

Jóhann syngur Schumann og Mahler

Jóhann Kristinsson baritón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari verða með ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 19. október kl. 20:00.

Efnisskrá tónleikana:
Liederkreis, Op. 39 eftir Robert Schumann
Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler
Nokkur lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler

Frá 2009-2013 stundaði Jóhann Kristinsson nám við Söngskólann í Reykjavík, hjá Bergþóri Pálssyni. Eftir námið hér fór Jóhann í masternám við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín, í óperusöng. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch.

Jóhann hefur vakið athygli í Þýskalandi fyrir ljóðasöng. Nýverið vann hann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Hann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni. Í fyrrasumar komst hann í úrslit í alþjóðlegu Robert Schumann keppninni, sem haldin er fjórða hvert ár í Zwickau.

Það er vert að fylgjast með þessum unga manni sem er nú þegar að gera það gott. Hann hefur nýlega skrifað undir tveggja ára samning við óperustúdíó ríkisóperunnar í Hamborg.

Með Jóhanni á tónleikunum er píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz. Hann er margverðlaunaður píanisti sem kemur reglulega fram á virtum tónlistarhátíðum víða um heim, t.d. Salzburger Festspiele, Bayreuth Festival, Lucerne Festival, Festival d’automne à Paris, Festival Pontino di Latina Roma, the Jerusalem Schubertiade, the Vancouver Chamber Music Series í Kanada og Festival d’Aix-en- Provence í Frakklandi.

Við mælum eindregið með þessum tónleikum. Hér er hægt að nálgast miða á tónleikana: https://www.tix.is/is/salurinn/buyingflow/tickets/4432

26. janúar, 2018

Jóhann syngur Schumann og Mahler

Jóhann Kristinsson baritón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari verða með ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 19. október kl. 20:00. Efnisskrá tónleikana: Liederkreis, Op. 39 eftir Robert Schumann Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler Nokkur lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler Frá 2009-2013 stundaði Jóhann Kristinsson nám við Söngskólann í Reykjavík, hjá Bergþóri Pálssyni. Eftir námið hér fór Jóhann í masternám við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín, í óperusöng. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch. Jóhann hefur vakið athygli í Þýskalandi fyrir ljóðasöng. Nýverið vann hann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Hann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni. Í fyrrasumar komst hann í úrslit í alþjóðlegu Robert Schumann keppninni, sem haldin er fjórða hvert ár í Zwickau. Það er vert að fylgjast með þessum unga manni sem er nú þegar að gera það gott. Hann hefur nýlega skrifað undir tveggja ára samning við óperustúdíó ríkisóperunnar í Hamborg. Með Jóhanni á tónleikunum er píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz. Hann er margverðlaunaður píanisti sem kemur reglulega fram á virtum tónlistarhátíðum víða um heim, t.d. Salzburger Festspiele, Bayreuth Festival, Lucerne Festival, Festival d'automne à Paris, Festival Pontino di Latina Roma, the Jerusalem Schubertiade, the Vancouver Chamber Music Series í Kanada og Festival d'Aix-en- Provence í Frakklandi. Við mælum eindregið með þessum tónleikum. Hér er hægt að nálgast miða á tónleikana: https://www.tix.is/is/salurinn/buyingflow/tickets/4432
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING