STAÐUR & STUND

25. apríl, 2018

Karita Mattila – Masterclass

Ein dáðasta sópransöngkona heims, Karita Mattila, verður með masterclass í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík, föstudaginn 16. mars kl. 14:30 – 17:30.

Það er fullbókað á masterclassinn.
Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á masterclassinn eru beðnir um að láta vita, í síma 552-7366, í síðasta lagi miðvikudaginn 14. mars.

Daginn fyrir Masterclassinn syngur Karita Mattila tónleika með Sinfoníuhljómsveit Íslands.
Nánar: https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/mattila-syngur-wagner

Þetta er í fyrsta sinn sem Karita Mattila syngur á Íslandi. Hún hefur sungið við öll helstu óperuhús heims, m.a. undir stjórn James Levine, Colin Davis, Bernard Haitink, Antonio Pappano og Simon Rattle. Hún hefur sungið Elektru á Salzburgarhátíðinni, Salome við Parísaróperuna og Metropolitan-óperuna í New York, í Don Carlos á Edinborgarhátíðinni og í Don Giovanni í Chicago. Nýverið söng hún í Jenufa í Metropolitan-óperunni og við Bæversku þjóðaróperuna. Hún hélt einnig einsöngstónleika í Wigmore Hall og við Vínaróperuna við góðar undirtektir og söng Sibelius ásamt Fílharmóníuhljómsveit Franska útvarpsins. Þá söng hún í Valkyrjunni eftir Wagner ásamt Jonasi Kaufmann og Lundúnasinfóníunni.
Hún lauk námi frá Sibeliusar-akademíunni árið 1983 og hélt áfram námi hjá Veru Rosza í Lundúnum. Hún hreppti fyrstu verðlaun í fyrstu Cardiff-söngkeppninni árið 1983 og debúteraði í Covent Garden tveimur árum seinna. Hún hefur hlotið tvenn Grammy-verðlaun, fyrir hljóðritun sína á Meistarasöngvurunum í Nürnberg árið 1998 og Jenufa árið 2004. Hún var tilnefnd til Laurence Olivier-verðlaunanna árið 2001 fyrir framúrskarandi afrek á óperusviðinu. Tímaritið Musical America útnefndi hana tónlistarmann ársins 2005 og sagði um hana að hún væri „rafmagnaðasta söng- og leikkona vorra daga, flytjandi sem blæs nýju lífi í gamalt listform og fær áheyrendur til að hrópa af æsingi“. BBC Music Magazine útnefndi Mattila eina af 20 bestu sópransöngkonum 20. aldar árið 2007.

25. apríl, 2018

Karita Mattila – Masterclass

Ein dáðasta sópransöngkona heims, Karita Mattila, verður með masterclass í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík, föstudaginn 16. mars kl. 14:30 – 17:30. Það er fullbókað á masterclassinn. Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á masterclassinn eru beðnir um að láta vita, í síma 552-7366, í síðasta lagi miðvikudaginn 14. mars. Daginn fyrir Masterclassinn syngur Karita Mattila tónleika með Sinfoníuhljómsveit Íslands. Nánar: https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/mattila-syngur-wagner Þetta er í fyrsta sinn sem Karita Mattila syngur á Íslandi. Hún hefur sungið við öll helstu óperuhús heims, m.a. undir stjórn James Levine, Colin Davis, Bernard Haitink, Antonio Pappano og Simon Rattle. Hún hefur sungið Elektru á Salzburgarhátíðinni, Salome við Parísaróperuna og Metropolitan-óperuna í New York, í Don Carlos á Edinborgarhátíðinni og í Don Giovanni í Chicago. Nýverið söng hún í Jenufa í Metropolitan-óperunni og við Bæversku þjóðaróperuna. Hún hélt einnig einsöngstónleika í Wigmore Hall og við Vínaróperuna við góðar undirtektir og söng Sibelius ásamt Fílharmóníuhljómsveit Franska útvarpsins. Þá söng hún í Valkyrjunni eftir Wagner ásamt Jonasi Kaufmann og Lundúnasinfóníunni. Hún lauk námi frá Sibeliusar-akademíunni árið 1983 og hélt áfram námi hjá Veru Rosza í Lundúnum. Hún hreppti fyrstu verðlaun í fyrstu Cardiff-söngkeppninni árið 1983 og debúteraði í Covent Garden tveimur árum seinna. Hún hefur hlotið tvenn Grammy-verðlaun, fyrir hljóðritun sína á Meistarasöngvurunum í Nürnberg árið 1998 og Jenufa árið 2004. Hún var tilnefnd til Laurence Olivier-verðlaunanna árið 2001 fyrir framúrskarandi afrek á óperusviðinu. Tímaritið Musical America útnefndi hana tónlistarmann ársins 2005 og sagði um hana að hún væri „rafmagnaðasta söng- og leikkona vorra daga, flytjandi sem blæs nýju lífi í gamalt listform og fær áheyrendur til að hrópa af æsingi“. BBC Music Magazine útnefndi Mattila eina af 20 bestu sópransöngkonum 20. aldar árið 2007.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING