Grunndeild - Kennsluskrá

Nám til Grunnprófs tekur 1-2 ár. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og geta nemendur tekið prófið á áföngum, eða lokið því með einu prófi – Grunnprófi

 1. stig í söng, áfangi til Grunnprófs: Verkefnalisti 10 verkefni
 2. stig í söng, áfangi til Grunnprófs: Verkefnalisti 10 + 10 verkefni / samtals 20 verkefni
 3. stig í söng, Grunnpróf: Verkefnalisti 10 + 10 + 10 verkefni / samtals 30 verkefni

Ef nemandi tekur ekki stigspróf í Grunnáfanga (1. og/eða 2. stig) getur hann fengið námsmat á „Námsmatstónleikum“. Þar leggur nemandi fram 15 laga verkefna-lista en syngur 3 lög. Þar skal taka til greina prófkröfur áfangaprófs; verkefni í öðrum stíl, frumsamið verk, þjóðlag án undirleiks (m. tilþrifum, dansi eða hrynmótun).

Fullt nám

 • 2 x 30 mín söngur / einkatími
 • 1 x 30 mín píanóundirleikur / einkatími

Hluta nám

 • 1 x 30 mín söngur / einkatími
 • 1 x 30 mín píanóundirleikur / einkatími

Aðrir kennslutímar, hóptímar: 

 • Tónfræði
 • Tónheyrn og nótnalestur
 • Opin Grunndeild
 • Tónlistarsaga

Til að ljúka Grunnprófi: Nemandi er, með fulltingi kennara síns, ábyrgur fyrir vel undirbúnum, 30 laga verkefnalista til afhendingar. Til grundvallar prófinu er kaflinn um námsmat og próf úr aðalnámskrá tónlisarskóla og er vísað í hann. Grunnpróf eru dæmd eftir alþjóðlegum staðli af prófdómurum frá ABRSM.

Kennslumagn á viku:

 • Söngur 2×30 mín. (Einkatími)
 • Undirleikur/Meðleikur 1×30 mín (Einkatími)
 • Tónfræði 2×60 mín og tónheyrn/nótnalestur 2×60 mín.
 • Samsöngur/Opin deild 1×75 mín með píanóleikara og söngkennara (Hóptími)
 • Tónlistarsaga 1×120 mín
 • Sungið á tónleikum 3-4svar á vetri

Einnig er hægt að vera í hálfu námi og lækkar þá kostnaðurinn.

Skólagjöld

Grunndeild – hlutapláss  kr. 240.000

Grunndeild                         kr. 330.000

Innritun stendur yfir. Umsækjendum bent á rafræna Reykjavík eða heimasíðu Söngskólans í Reykjavík. Einnig má senda póst á songskolinn@songskolinn.is