Framhaldsdeild - Kennsluskrá

Forkröfur: Nemandi þar að hafa lokið Miðnámi eða jafngildi þess, ásamt hliðargreinum sem áskildar eru.  Nám til Framhaldsprófs tekur 2-3 ár. Náminu er skipt í tvo áfanga: 6. stig og Framhaldspróf (7. stig), sem innifelur einnig 7. stigs próf ABRSM og Framhaldsprófstónleika. Nemendur stunda allt nám í dagskóla. Verkefnalisti hvors áfanga er 20 verkefni. Nemendanum býðst að undirbúa og ljúka prófum samkvæmt alþjóðlegum staðli ABRSM. Prófdómarar frá ABRSM dæma öll Framhaldspróf. Kennslutímar í viku, einkatímar: 

 • Söngur 60 mín
 • Söngur með undirleik 30-45 mín

Kennslutímar í viku, hóptímar: 

 • Hljómfræði 90 mín 
 • Tónheyrn og nótnalestur 45 mín
 • Tónlistarsaga 60 mín
 • Ljóða- og aríudeild 150 mín 
 • Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar 
 • Píanóleikur, valgrein gegn sérgreiðslu 

Til að ljúka 6. stigs prófi, áfanga til Framhaldsprófs Nemandinn leggur fram 20 laga verkefnalista.  Nemandi syngur 6-7 verkefni:

 • 3 verkefni af lista ABRSM, A, B og D – eitt úr hverjum lista
 • 1 verkefni af C lista ABRSM eða íslenskt, samþykkt af ABRSM
 • 1 verkefni að vali prófdómara
 • 1 verkefni að eigin vali – ef nemandi kýs! 
 • 1 verkefni undirleikslaust þjóðlag

Nemandi leysir tónheyrnarverkefni samkvæmt kröfum ABRSM  Nemandi les sönglag beint af blaði samkvæmt kröfum ABRSM Til að ljúka 6. stigs prófi ABRSM og fá metinn áfanga til Framhaldsprófs: 

 • Söngur 6. stig
 • Hljómfræði 2. hluti: 6. stig skv. ABRSM
 • Tónlistarsaga: Minnst tvo áfanga 
 • Ljóða- og aríudeild: ástundun og þátttaka 
 • Sungið á nemendatónleikum minnst einu sinni á vetri  

Til að ljúka Framhaldsprófi og 7. stigs prófi ABRSM: Sjá jafnframt prófkröfur í aðalnámskrá.  Nemandi er, með fulltingi kennara síns, ábyrgur fyrir vel undirbúnum 40 laga verkefnalista til afhendingar (sbr. 20 laga listi fyrir hvort stig áfangans). Til grundvallar prófinu er kaflinn um námsmat og próf úr aðalnámskrá tónlisarskóla og prófkröfur ABRSM 7. stig er vísað í hann. Nemandi syngur 6 verkefni:

 • 3 verkefni af lista ABRSM, A, B, C, D og E  – eitt úr hverjum lista
 • 1 verkefni af D lista ABRSM eða íslenskt, samþykkt af ABRSM
 • 1 verkefni að vali prófdómara
 • 1 verkefni að eigin vali nemenda 
 • 1 verkefni undirleikslaust þjóðlag

Nemandi leysir tónheyrnarverkefni samkvæmt kröfum ABRSM.  Nemandi les sönglag beint af blaði samkvæmt kröfum ABRSM.  Aðrar kröfur til Framhaldsprófs eru: 

 • Tónheyrn og nótnalestur: 7. stig skv. ABRSM
 • Hljómfræði 3. hluti: 7. stig skv. ABRSM
 • Hljóðfærapróf eða metið jafngildi: 1. stig 
 • Tónlistarsaga: Lokapróf, 4 áfangar 
 • Ljóða- og aríudeild: Virk ástundun og þátttaka metin  
 • Sungið á nemendatónleikum minnst einu sinni á vetri  

Hluti Framhaldsprófsins eru Framhaldsprófstónleikar sem 2-3 samnemendur halda saman um það bil mánuði fyrir prófið sjálft. Til að ljúka Framhaldsprófi með framhaldseinkunn til háskólanámd þarf lágmark einkunnina 80/100

Skólagjöld

Framhaldsdeild  kr. 415.000

Innritun stendur yfir. Umsækjendum bent á rafræna Reykjavík eða heimasíðu Söngskólans í Reykjavík. Einnig má senda póst á songskolinn@songskolinn.is