“Það besta við Söngskólann í Reykjavík er að mínum mati starfsfólkið. Það er alltaf hægt að leita sér aðstoðar og kennararnir eru allir miklir fagmenn með tölu. Ég hef alltaf fundið fyrir miklum stuðningi, skilningi og hlýju viðmóti í þessum skóla.”

Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir
Núverandi nemandi í Framhaldsdeild

Framhaldsdeild

Framhaldsdeild Söngskólans í Reykjavík er fyrir þá sem hafa lokið Miðnámi eða jafngildis þess. Nemendur þurfa því að hafa staðgóðan grunn í raddbeitingu, nótnalestri og tónfræði. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og geta nemendur tekið prófið á áföngum, eða lokið því með einu prófi, Framhaldsprófi. Áður en söngnemandi lýkur framhaldsprófi við Söngskólann í Reykjavík þarf hann að halda stutta tónleika, sem hluti af prófinu. 

Markmið söngnámsins við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu.  Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru þjálfaðir í sviðsframkomu og öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði.