Nemendatónleikar:

Söngskólanum í Reykjavík stendur fyrir vikulegum tónleikum í tónleikasal skólans að Laufásvegi 49 – 51, alla miðvikudaga kl. 18:45. 

Í byrjun skólavetrar fá kennarar skólans úthlutaðan tónleikadag fyrir nemendur sína. Nemendur syngja þar á vegum skólans, ýmist einsöng, dúetta og/eða samsöngva. Stundum eru sviðssettar senur úr óperum eða söngleikjum. Að koma fram á tónleikum er mikilvægur þáttur í söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. 

Tónleikarnir eru opnir öllum og aðgangur ókeypis. 

Framhaldsprófstónleikar: 

Áður en söngnemandi lýkur framhaldsprófi við Söngskólann í Reykjavík þarf hann að halda stutta tónleika, sem hluti af prófinu. 

Burtfaraprófstónleikar:

Áður en söngnemandi lýkur burtfaraprófi við Söngskólann í Reykjavík þarf hann að halda tónleika í fullri lengd, sem hluti af prófinu.