Kúnstpása þriðjudaginn 30. október kl. 12:15Garðar Thór Cortes og Bjarni Frímann Bjarnason
|
Á næstu Kúnstpásu Íslensku óperunnar flytur tenórsöngvarinn Garðar Thór Cortes útsetningar Benjamins Britten á enskum þjóðlögum sem eru fyrir rödd og píanó.
Með honum leikur Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarstjóri Íslensku óperunnar. Kúnstpása hefst kl.12:15 í Norðurljósum í Hörpu og stendur í u.þ.b. 30 mínútur.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á þessa fallegu stund í hádeginu.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.
|