STAÐUR & STUND

10. maí, 2018

Kveðjutónleikar Péturs

Pétur Úlfarsson tenór og fiðluleikari
Kristinn Örn Kristinsson, píanó
Hrönn Þráinsdóttir, píanó

Tónleikarnir fara fram í Salnum Kópavogi og eru kveðjutónleikar Péturs í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og í fiðluleik frá Menntaskóla í tónlist.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Pétur er söngnemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og fiðlunemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Auðar Hafsteinsdóttur

Gestir sem fram koma á tónleikunum:
Birgir Stefánsson, tenór
Halldóra Ósk Helgadóttir, sópran
Einar Dagur Jónsson, tenór
Hjalti Nordal, píanó
Laufey Lin Jónsdóttir, söngur
Birkir Örn Hafsteinsson, klarínett
Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, píanó

Um Pétur:
Pétur Úlfarsson er fæddur 1999 og hóf tónlistarnám sitt þriggja ára gamall við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lærði á fiðlu hjá Mary Campbell. Leið hans lá síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann hélt fiðlunáminu áfram hjá Ara Vilhjálmssyn. Hann var síðan nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur frá 2012 til ársins 2017. Í dag er hann nemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Auðar Hafsteinsdóttur. Pétur stundaði einnig píanónám í 4 ár m.a. hjá Jónasi Sen og Svönu Víkingsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Tíu ára gamall, vann hann til Nótuverðlauna fyrir Suzukitónlistarskólann með einleik á fiðlu. Pétur hefur spilað með Ungfóníu og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og var konsertmeistari Ungsveitarinnar árið 2015. Hann hefur sótt fjölda fiðlunámskeiða, m.a. í Frakklandi, Bretlandi, Póllandi og í Bandaríkjunum. Þá hefur hann spilað í masterklass fyrir og/eða sótt tíma hjá Midori, Christian Tetzlaff, Mimi Zweig, Sigurbirni Bernhardssyni, Simin Ganatra og fleirum. Pétur lauk framhaldsprófi í fiðluleik í nóvember 2016.

Pétur hóf að syngja með Drengjakór Reykjavíkur sjö ára gamall, og söng með kórnum í fjögur ár. Hann hóf söngnám sitt við Söngskólann í Reykjavík haustið 2009, fyrst hjá Garðari Thor Cortes en hefur verið nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur frá því 2012. Pétur hefur sungið í þremur uppfærslum hjá Íslensku Óperunni í Hörpu, en hann var valinn til að syngja hlutverk fyrsta anda í Töfraflautunni árið 2011. En það mun vera í fyrsta skipti sem drengur syngur hlutverkið hjá ÍÓ. Hann söng síðan með barnakórnum í uppsetningu ÍÓ á La Bohéme árið 2012 og Carmen árið 2013.
Pétur var valinn til að syngja einsöng, Chichester Psalms, með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2013 – sem hann hlaut einróma lof fyrir. Fyrir jólin það sama ár var hann sérstakur gestur á Jólagestum Björgvins þar sem hann söng dúett með Gissuri Páli.

Pétur hefur sótt söngnámskeið erlendis og unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum bæði sem söngvari sem og fiðluleikari. Í mars á þessu ári kom hann fram í Carnegie Hall í New York í kjölfar sigurs í alþjóðlegri tónlistarkeppni. Þá söng hann einnig hlutverk Eisenstein í uppfærslu nemendaóperu Söngskólans á Leðurblökunni í mars á þessu ári. Pétur lauk framhaldsprófi í söng í maí 2017 og hlaut þá bæði hæstu einkunn í framhaldsprófi sem og hæstu einkunn skólans.
Í haust liggur leið Péturs til Bandaríkjanna í háskólanám í tónlist.

10. maí, 2018

Kveðjutónleikar Péturs

Pétur Úlfarsson tenór og fiðluleikari Kristinn Örn Kristinsson, píanó Hrönn Þráinsdóttir, píanó Tónleikarnir fara fram í Salnum Kópavogi og eru kveðjutónleikar Péturs í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og í fiðluleik frá Menntaskóla í tónlist. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Pétur er söngnemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og fiðlunemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Auðar Hafsteinsdóttur Gestir sem fram koma á tónleikunum: Birgir Stefánsson, tenór Halldóra Ósk Helgadóttir, sópran Einar Dagur Jónsson, tenór Hjalti Nordal, píanó Laufey Lin Jónsdóttir, söngur Birkir Örn Hafsteinsson, klarínett Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, píanó Um Pétur: Pétur Úlfarsson er fæddur 1999 og hóf tónlistarnám sitt þriggja ára gamall við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lærði á fiðlu hjá Mary Campbell. Leið hans lá síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann hélt fiðlunáminu áfram hjá Ara Vilhjálmssyn. Hann var síðan nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur frá 2012 til ársins 2017. Í dag er hann nemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Auðar Hafsteinsdóttur. Pétur stundaði einnig píanónám í 4 ár m.a. hjá Jónasi Sen og Svönu Víkingsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tíu ára gamall, vann hann til Nótuverðlauna fyrir Suzukitónlistarskólann með einleik á fiðlu. Pétur hefur spilað með Ungfóníu og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og var konsertmeistari Ungsveitarinnar árið 2015. Hann hefur sótt fjölda fiðlunámskeiða, m.a. í Frakklandi, Bretlandi, Póllandi og í Bandaríkjunum. Þá hefur hann spilað í masterklass fyrir og/eða sótt tíma hjá Midori, Christian Tetzlaff, Mimi Zweig, Sigurbirni Bernhardssyni, Simin Ganatra og fleirum. Pétur lauk framhaldsprófi í fiðluleik í nóvember 2016. Pétur hóf að syngja með Drengjakór Reykjavíkur sjö ára gamall, og söng með kórnum í fjögur ár. Hann hóf söngnám sitt við Söngskólann í Reykjavík haustið 2009, fyrst hjá Garðari Thor Cortes en hefur verið nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur frá því 2012. Pétur hefur sungið í þremur uppfærslum hjá Íslensku Óperunni í Hörpu, en hann var valinn til að syngja hlutverk fyrsta anda í Töfraflautunni árið 2011. En það mun vera í fyrsta skipti sem drengur syngur hlutverkið hjá ÍÓ. Hann söng síðan með barnakórnum í uppsetningu ÍÓ á La Bohéme árið 2012 og Carmen árið 2013. Pétur var valinn til að syngja einsöng, Chichester Psalms, með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2013 – sem hann hlaut einróma lof fyrir. Fyrir jólin það sama ár var hann sérstakur gestur á Jólagestum Björgvins þar sem hann söng dúett með Gissuri Páli. Pétur hefur sótt söngnámskeið erlendis og unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum bæði sem söngvari sem og fiðluleikari. Í mars á þessu ári kom hann fram í Carnegie Hall í New York í kjölfar sigurs í alþjóðlegri tónlistarkeppni. Þá söng hann einnig hlutverk Eisenstein í uppfærslu nemendaóperu Söngskólans á Leðurblökunni í mars á þessu ári. Pétur lauk framhaldsprófi í söng í maí 2017 og hlaut þá bæði hæstu einkunn í framhaldsprófi sem og hæstu einkunn skólans. Í haust liggur leið Péturs til Bandaríkjanna í háskólanám í tónlist.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING