Fyrsti kennsludagur samkvæmt stundaskrá verður mánudagurinn 3. september.
Eins og kom fram á skólasetningunni, í setningarræðu Garðars Cortes, þá hefjum við skólaárið á Snorrabraut 54. Það mun taka okkur tíma að undirbúa nýtt húsnæði fyrir skólastarfsemina, en við stefnum að, að vera flutt þangað inn í byrjun október.
Hægt er að nálgast hóptímatöflur í allar deildir hér.
Við hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem fylgja nýjum húsakynnum, en vitum að söngur og sköpunarkraftur mun fylgja okkur hvar sem við erum.