Roland Schubert verður með masterclass í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík, föstudaginn 12. október kl. 14:00 – 17:30.
Masterclassinn er samstarf Söngskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Nemendur beggja skólanna vinna með Schubert.
Píanóleikarar á masterclassanum eru Kristinn Örn Kristinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Allir velkomnir – Áheyrn ókeypis
Prófessor Roland Schubert er yfirmaður Söngdeildar við Tónlistarháskólann í Leipzig „Felix Mendelsohn-Bartholdy“. Hann er varaformaður samtaka sem styðja við unga söngvara og er einn af stofnendum Söngakademíunnar í Torgau.
Nánar um Roland Schubert:
Roland Schubert bassi kemur frá Gentha í Þýskalandi. Ungur lærði hann á flautu og píanó, en fyrstu söngtímanna sótti hann við Tónlistarskóla „Johann Sebstian Bach“ í Leipzig. Á árunum 1983-1989 stundaði hann söngnám við Tónlistarháskólann í Leipzig „Felix Mendelsohn-Bartholdy“ hjá Prof. Hermann Christian Polster en hefur einnig sótt söngtíma hjá Walter Berry í Vín. Árið 2001 hlaut Schubert þýska heiðurstitilinn Kammersänger.
Schubert var með stöðu við óperuhúsið í Leipzig, söng þar m.a. Leporello, Papageno, Rocco og Bartolo. Hann söng einnig fjölmörg hlutverk við Staatsoper í Vín, Deutsche Oper í Berlín, Semperoper Dresden, Hamburg Staatsoper, Óperuhúsinu í Halle, Staatsoper München, Opera de Rouen, Volksoper Vín, Staatsoper Berlin, Opernhaus Chemnitz, Oper Seoul og Scala.
Ásamt því að syngja í óperum hefur Schubert verið virkur einsöngvari, t.d. komið fram með Wiener Philharmoniker, Wiener Symphoniker, Gewandhausorchester Leipzig, MDR-Sinfonieorchester, Sächsische Staatskapelle, Dresdner Philharmonie, Bachorchester Leipzig, Bayerische Rundfunkorchester München og Orchestra dell‘Accademia Santa Cecilia Roma.
Meðal hljómsveitarstjóra sem hann hefur unnið með eru: Carlo Maria Giulini, Riccardo Muti, Zubin Mehta, Horst Stein, Lord Yehudi Menuhin, Mstislaw Rostropowitsch, Fabio Luisi, Christian Thielemann, Michel Plasson, Michael Gielen og Kent Nagano.
Roland Schubert hefur sungið yfir 100 hlutverk og unnið með einum fremstu leikstjórum heims sem dæmi Ruth Berghaus, Christine Mielitz, Alfred Kirchner, David Pountney, Volker Schlöndorf, Christoph Loy, Götz Friedrich, Achim Freyer og Willy Decker.
Roland Schubert hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna fyrir útvarp og sjónvarp sem dæmi söng hann hlutverk Alfonso, Bartolo og Masetto þegar Mitteldeutsche Rundfunk tók upp verk Mozart og da Ponte.
Schubert hefur haldið fjölda Masterklassa í Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Spáni, Svíþjóð, Suður Kóreu, Ísrael og Stóra-Bretlandi. Nemendur hans hafa hlotið ýmis verðlaun bæði innanlands og erlendis og hafa fengið fastráðningar við hin ýmsu óperuhús. Ber þar helst að nefna: Deutsche Oper Berlin, Komische Oper, Staatsoper Berlin, Staatsoper Wien, Oper Leipzig, Theater Bremen, Gera/Altenburg, Kassel, Luzern, Cottbus, Semperoper Dresden, Mailänder Scala, MDR Rundfunkchor, RIAS – Kammerchor, WDR Rundfunkchor, den Vokalensembles AMARCORD, CALMUS und ADORO.