STAÐUR & STUND

11. júní, 2018

Mikil aðsókn í Ungdeild Söngskólans í Reykjavík

 

 

 

Ungdeild Söngskólans í Reykjavík er sívaxandi deild innan skólans. Aðsókn í deildina hefur sjaldan verið jafn mikil og fyrir komandi skólaár. 

Nemendur deildanna sækja söngtíma, samsöng, tónfræði, tónheyrn og koma fram á tónleikum og/eða sýningum. Umsjón með deildinni hafa Harpa Harðardóttir, Sibylle Köll, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson.

Nánar um Ungdeild Söngskólans, kennsluskrá og stundaskrá má finna hér.

 

 

 

 

 

Skólaveturinn 2017 – 2018 

Nemendur Ungdeilda Söngskólans á nýliðnum vetri voru 28 talsins, á aldrinum 11 – 16 ára. Hópurinn var samheldinn, öflugur og bráðskemmtilegur. 

Í desember sungu þau á jólatónleikum Eivarar Pálsdóttur í Hörpu. Það skapaðist góð stemning hjá Ungdeildinni, bæði í aðdraganda tónleikanna og á tónleikunum sjálfum. Vegna vinsælda þurfti að bæta við aukatónleikum, en samtals urðu tónleikarnir fimm talsins. Söngkennarar skólans æfðu hópinn vel svo þau gátu verið örugg með sig á sviðinu í Hörpu. Krakkarnir okkar vöktu mikla lukku og erum við að rifna úr stolti yfir þeim!

Á vordögum sýndi Ungdeildin Skilaboðaskjóðuna eftir Jóhann G. Jóhannsson við texta Þorvaldar Þorsteinssonar, í Iðnó, tvívegis fyrir troðfullum sal. Sibylle Köll leikstýrði þeim af sinni alkunnu snilld. Harpa Harðadóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson kenndu þeim tónlistina og raddþjálfuðu. Á æfingaferlinu kom Jóhann sjálfur reglulega til að leiðbeina hópnum, en það er ómetanlegt að fá leiðsögn beint frá tónskáldinu. Krakkarnir fóru á kostum í leik og söng.

Þrátt fyrir miklar tarnir í kringum tónleikana í Hörpu og uppsetningu Skilaboðaskjóðunnar var hvergi slakað á í náminu. Nemendur stunduðu söngtímana og hóptímana vel. Í lok skólavetrar, sýndu þau afrakstur vetrarins með einsöngstónleikum í Snorrabúð.

Þetta var s.s. viðburðaríkur skólavetur og gaman að sjá framfarir hjá þessum flotta hópi.

Við hlökkum til að taka á móti krökkunum aftur á komandi skólavetri og má búast við að hópurinn verði enn stærri. Einnig er ráðgert að lækka aldursmörk og taka einnig inn yngri nemendur; Yngri-Ungdeild!

11. júní, 2018

Mikil aðsókn í Ungdeild Söngskólans í Reykjavík

      Ungdeild Söngskólans í Reykjavík er sívaxandi deild innan skólans. Aðsókn í deildina hefur sjaldan verið jafn mikil og fyrir komandi skólaár.  Nemendur deildanna sækja söngtíma, samsöng, tónfræði, tónheyrn og koma fram á tónleikum og/eða sýningum. Umsjón með deildinni hafa Harpa Harðardóttir, Sibylle Köll, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson. Nánar um Ungdeild Söngskólans, kennsluskrá og stundaskrá má finna hér.          
Skólaveturinn 2017 - 2018 
Nemendur Ungdeilda Söngskólans á nýliðnum vetri voru 28 talsins, á aldrinum 11 – 16 ára. Hópurinn var samheldinn, öflugur og bráðskemmtilegur.  Í desember sungu þau á jólatónleikum Eivarar Pálsdóttur í Hörpu. Það skapaðist góð stemning hjá Ungdeildinni, bæði í aðdraganda tónleikanna og á tónleikunum sjálfum. Vegna vinsælda þurfti að bæta við aukatónleikum, en samtals urðu tónleikarnir fimm talsins. Söngkennarar skólans æfðu hópinn vel svo þau gátu verið örugg með sig á sviðinu í Hörpu. Krakkarnir okkar vöktu mikla lukku og erum við að rifna úr stolti yfir þeim! Á vordögum sýndi Ungdeildin Skilaboðaskjóðuna eftir Jóhann G. Jóhannsson við texta Þorvaldar Þorsteinssonar, í Iðnó, tvívegis fyrir troðfullum sal. Sibylle Köll leikstýrði þeim af sinni alkunnu snilld. Harpa Harðadóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson kenndu þeim tónlistina og raddþjálfuðu. Á æfingaferlinu kom Jóhann sjálfur reglulega til að leiðbeina hópnum, en það er ómetanlegt að fá leiðsögn beint frá tónskáldinu. Krakkarnir fóru á kostum í leik og söng. Þrátt fyrir miklar tarnir í kringum tónleikana í Hörpu og uppsetningu Skilaboðaskjóðunnar var hvergi slakað á í náminu. Nemendur stunduðu söngtímana og hóptímana vel. Í lok skólavetrar, sýndu þau afrakstur vetrarins með einsöngstónleikum í Snorrabúð.
Þetta var s.s. viðburðaríkur skólavetur og gaman að sjá framfarir hjá þessum flotta hópi. Við hlökkum til að taka á móti krökkunum aftur á komandi skólavetri og má búast við að hópurinn verði enn stærri. Einnig er ráðgert að lækka aldursmörk og taka einnig inn yngri nemendur; Yngri-Ungdeild!
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin:

Mán. 11:00-17:00

Þri. 09:00-15:00

Mið. 12:00-17:00

Fim. 11:00-17:00

Fös. 10:00-15:00

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING