STAÐUR & STUND

4. desember , 2023

Frá 23:50 til

Langholtskirkja

30. nóvember, 2023

Mozart á miðnætti

Söngskólinn í Reykjavík hvetur alla til þess að mæta á þessa tónleika sem haldnir eru í minningu Garðars Cortes og annarra tónlistarmanna sem hafa látist á árinu.

Óperukórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir Mozart með einsöngvurum og hljómsveit undir stjórn Arons Axlels Cortes í Langholtskirkju mánudagskvöldið 4.des  og fram yfir miðnætti.   Yfirskrift tónleikanna er „Mozart á miðnætti“ og verður verkið flutt á dánarstund tónskáldsins, „upp úr miðnætti aðfaranótt 5. desember“. Húsið er opnað klukkan 23.50 þann 4. des en tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar eða upp úr miðnætti aðfararnótt 5. des.

Óperukórinn í Reykjavík hefur næstum árlega frá 2004 flutt sálumessu Mozarts á dánarstund hans. Tónleikarnir eru helgaðir minningu meistarans og þeirra íslensku tónlistarmanna sem látist hafa frá síðasta flutningi verksins.

„Þessir tónleikar eru okkur mjög þýðingarmiklir, en í hljómsveitinni og kórnum er fólk sem kemur ár eftir ár til að búa þessa músík til og skapa þessa stund. Einnig áhorfendur sem koma aftur og aftur en þeim þykir notalegt að hefja aðventuna með því að hlýða á fagra tóna við kertaljós.  Kórinn skipa nálægt 100 manns og hljóðfæraleikarar eru 30 sem flytja sálumessuna ásamt einsöngvurum Nönnu Maríu Cortes sópran, Sigríði Ósk Kristjánsdóttur mezzosópran, Benedikt Kristjánssyni  tenór og Kristni Sigmundssyni bassa.

Að vanda verður látinna íslenskra tónlistarmanna minnst sem látist hafa á milli miðnæturtónleikanna.  Að þessu sinni minnumst við sérstaklega stjórnanda kórsins frá upphafi en Garðar E. Cortes lést 14.maí á þessu ári.

Við minnumst þeirra með því að tendra kertaljós fyrir hvern og einn en einnig minnumst við Mozarts en kerti hans logar þar til slökkt er á því þegar átta taktar hafa verið sungnir af Lacrimosa kaflanum.

Miðasala fer fram á tix.is   https://tix.is/is/event/16617/mozaart-requiem-a-mi-n-tti/

 

30. nóvember, 2023

Mozart á miðnætti

Söngskólinn í Reykjavík hvetur alla til þess að mæta á þessa tónleika sem haldnir eru í minningu Garðars Cortes og annarra tónlistarmanna sem hafa látist á árinu. -- Óperukórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir Mozart með einsöngvurum og hljómsveit undir stjórn Arons Axlels Cortes í Langholtskirkju mánudagskvöldið 4.des  og fram yfir miðnætti.   Yfirskrift tónleikanna er „Mozart á miðnætti“ og verður verkið flutt á dánarstund tónskáldsins, „upp úr miðnætti aðfaranótt 5. desember“. Húsið er opnað klukkan 23.50 þann 4. des en tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar eða upp úr miðnætti aðfararnótt 5. des. Óperukórinn í Reykjavík hefur næstum árlega frá 2004 flutt sálumessu Mozarts á dánarstund hans. Tónleikarnir eru helgaðir minningu meistarans og þeirra íslensku tónlistarmanna sem látist hafa frá síðasta flutningi verksins.
„Þessir tónleikar eru okkur mjög þýðingarmiklir, en í hljómsveitinni og kórnum er fólk sem kemur ár eftir ár til að búa þessa músík til og skapa þessa stund. Einnig áhorfendur sem koma aftur og aftur en þeim þykir notalegt að hefja aðventuna með því að hlýða á fagra tóna við kertaljós.  Kórinn skipa nálægt 100 manns og hljóðfæraleikarar eru 30 sem flytja sálumessuna ásamt einsöngvurum Nönnu Maríu Cortes sópran, Sigríði Ósk Kristjánsdóttur mezzosópran, Benedikt Kristjánssyni  tenór og Kristni Sigmundssyni bassa. Að vanda verður látinna íslenskra tónlistarmanna minnst sem látist hafa á milli miðnæturtónleikanna.  Að þessu sinni minnumst við sérstaklega stjórnanda kórsins frá upphafi en Garðar E. Cortes lést 14.maí á þessu ári. Við minnumst þeirra með því að tendra kertaljós fyrir hvern og einn en einnig minnumst við Mozarts en kerti hans logar þar til slökkt er á því þegar átta taktar hafa verið sungnir af Lacrimosa kaflanum. Miðasala fer fram á tix.is   https://tix.is/is/event/16617/mozaart-requiem-a-mi-n-tti/
 
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING