Nám sem nýtist í lífi og starfi
Námsleiðir
Söngskólinn í Reykjavík bíður upp á hagnýtt nám í raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nokkra miðvikudaga yfir veturinn eru svo nemendatónleikar þar sem nemendur æfa sig í að koma fram. Á hverjum vetri er sett upp Nemendaópera, sýning Söngdeildarinnar og sýning hjá Ungdeildinni
Námið við Söngskólann í Reykjavík skiptist í eftirfarandi deildir:
- Ungdeild (8 – 15 ára)
- Almenn deild: Grunn-, Mið- og Framhaldsdeild
- Söngleikjadeild
- Háskóladeild: Diploma, Einsöngvara- og Söngkennaranám
- Píanónám
Námskeið við Söngskólann í Reykjavík:
- 7 vikna söngnámskeið fyrir söngáhugafólk á öllum aldri
- Kórsöngvaranámskeið
- Námskeið fyrir kóra
- Ýmis meistaranámskeið, sem eru opin til áheyrnar
Söngnám við Söngskólann í Reykjavík er lykill að góðri raddheilsu sem nýtist í lífi og starfi