Nám sem nýtist í lífi og starfi

Námsleiðir

Söngskólinn í Reykjavík bíður upp á hagnýtt nám í raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nokkra miðvikudaga yfir veturinn eru svo nemendatónleikar þar sem nemendur æfa sig í að koma fram. Á hverjum vetri er sett upp Nemendaópera, sýning Söngdeildarinnar og sýning hjá Ungdeildinni

Námið við Söngskólann í Reykjavík skiptist í eftirfarandi deildir:
  • Ungdeild (8 – 15 ára)
  • Almenn deild: Grunn-, Mið- og Framhaldsdeild
  • Söngleikjadeild
  • Háskóladeild: Diploma, Einsöngvara- og Söngkennaranám
  • Píanónám
Námskeið við Söngskólann í Reykjavík:
  • 7 vikna söngnámskeið fyrir söngáhugafólk á öllum aldri
  • Kórsöngvaranámskeið
  • Námskeið fyrir kóra
  • Ýmis meistaranámskeið, sem eru opin til áheyrnar

Söngnám við Söngskólann í Reykjavík er lykill að góðri raddheilsu sem nýtist í lífi og starfi

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING