Námsleiðir

Framhaldsdeild

Í Framhaldsdeild Söngskólans í Reykjavík fara þeir nemendur sem hafa lokið Miðnámi í söng, tónheyrn og tónfræði. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og þarf nemandi að vinna 20 verkefna lista til að fara í hvorn áfanga af tveimur ( VI. og VII.stig) og ljúka þar með Framhaldsprófi. Tilheyrandi þessu prófi þarf nemandi að syngja tónleika, allt að 30 mínútna dagskrá og gjarnan ásamt öðrum nemendum.

Markmið söngnámsins  er að kenna og þjálfa  nemendur í heilbrigðri raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað og þar með getur nemandinn lagt til málanna sitt áhugasvið varðandi verkefnaval og smátt og smátt mótast sá árangur sem leiðir að markmiði, hvort sem það verður betri raddbeiting til hvaða starfs sem er, eða í atvinnumennsku í söng, rytmískan söng eða klassískan. Nemendur fá þjálfun í sviðsframkomu, og öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði.

„Það besta við Söngskólann í Reykjavík er að mínum mati starfsfólkið. Það er alltaf hægt að leita sér aðstoðar og kennararnir eru allir miklir fagmenn með tölu. Ég hef alltaf fundið fyrir miklum stuðningi, skilningi og hlýju viðmóti í þessum skóla.“

Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir
Fyrrverandi nemandi í Framhaldsdeild

NÁM Í FRAMHALDSDEILD

6. stig – Fyrri áfangi til Framhaldsprófs – Íslenskt og ABRSM – Námskrá Söngskólans sameinar kröfur aðalnámskrár tónlistarskóla, gefin út af menntamálaráðuneytinu frá 2002 og ABRSM frá 2018

Forkröfur:                                                                                                                   

  • Miðprófi í söng lokið með framhaldseinkunn 77 / 115
  • 5. stigs prófi í tónfræði lokið
  • 6. stig í hljómfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
  • Að lágmarki einum áfanga í tónlistarsögu lokið

Verkefnalisti: 21 verkefni

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskráa Söngskólans, námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2002 og námskrá ABRSM frá 2018. Verkefnin skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum og innihalda sönglög, söngva úr leikritum og söngleikjum, aríur úr kantötum, óratoríum, óperettum og óperum.  Sungið sé að lágmarki á fjórum tungumálum, þ.e. íslensku og þremur erlendum tungumálum.

Á verkefnalistanum er merkt við 11 verkefni:

  • Merkt  XX:     3 verkefni ABRSM úr A-B-C-D-E listum
  • Merkt  X:       6  viðfangsefni af verkefnalista framhaldsnáms – Prófdómari velur 1 þeirra
  • VAL :              1 viðfangsefni að vali nemanda
  • ÞJÓÐLAG:     1 undirleikslaust (1-3 mín)

Röð flutnings:

  • 3 verkefni úr ABRSM námskrá – söngvari ræður röð
  • 1 verkefni sem prófdómari velur
  • 1 VAL – verkefni
  • 1 Undirleikslaust þjóðlag

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 6. stigs prófs.

Til að ljúka 6. stigs prófi:

  • Söngur 6. stig
  • Tónheyrn og nótnalestur 6. stig
  • Hljómfræði 6. stig
  • Tónlistarsaga 2 áfangar

7. stig – Seinni áfangi til Framhaldsprófs  – Íslenskt og ABRSM – Námskrá Söngskólans sameinar kröfur aðalnámskrár tónlistarskóla, gefin út af menntamálaráðuneytinu frá 2002 og ABRSM frá 2018

Forkröfur:                                                                                                                   

  • 6. stigi í söng lokið með framhaldseinkunn 77 / 115
  • 6. stigs prófi í hljómfræði lokið
  • 7. stig í hljómfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
  • Tveim áföngum í tónlistarsögu lokið (3. og 4. áfangi sé í undirbúningi)

Verkefnalisti:  21 verkefni

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskráa Söngskólans, námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2002 og námskrá ABRSM frá 2018.  Verkefnin skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum og innihalda sönglög, söngva úr leikritum og söngleikjum, aríur úr kantötum, óratoríum, óperettum og óperum.  Sungið sé að lágmarki á fjórum tungumálum, þ.e. íslensku og þremur erlendum tungumálum.

Á verkefnalistanum er merkt við 11 verkefni:

  • Merkt  XX :     3 verkefni ABRSM úr A-B-C-D-E listum
  • Merkt  X:        6 viðfangsefni af verkefnalista til framhaldsnáms – Prófdómari velur 1 af þeim
  • VAL :               1 viðfangsefni að vali nemanda
  • ÞJÓÐLAG:      1 undirleikslaust (1-3 mín)

Röð flutnings:

  • 3 verkefni af ABRSM lista – söngvari ræður röð
  • 1 verkefni sem prófdómari velur
  • 1 Val – verkefni
  • 1 undirleikslaust þjóðlag

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 7. stigs prófs.

Til að ljúka Framhaldsprófi og 7. stigs prófi:

  • Söngur Framhaldspróf og 7. stig ABRSM
  • Tónheyrn og nótnalestur 7. stig
  • Hljómfræði 7. stig
  • Tónlistarsaga fjórir áfangar – lokapróf
  • Píanóleikur 1. stig (eða annað hljóðfæri metið)
  • Hluti af Framhaldsprófinu eru tónleikar í félagi við 1 eða fleiri samnemendur.

7. stig – Seinni áfangi til Framhaldsprófs  – Íslenskt og ABRSM – Námskrá Söngskólans sameinar kröfur aðalnámskrár tónlistarskóla, gefin út af menntamálaráðuneytinu frá 2002 og ABRSM frá 2018

Forkröfur:                                                                                                                   

  • 6. stigi í söng lokið með framhaldseinkunn 77 / 115
  • 6. stigs prófi í hljómfræði lokið
  • 7. stig í hljómfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
  • Tveimur áföngum í tónlistarsögu lokið (3. og 4. áfangi sé í undirbúningi)

Verkefnalisti:  21 verkefni

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskráa Söngskólans, námskrá menntamálaráðuneytisins frá 2002 og námskrá ABRSM frá 2018.  Verkefnin skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum og innihalda sönglög, söngva úr leikritum og söngleikjum, aríur úr kantötum, óratoríum, óperettum og óperum. Sungið sé að lágmarki á fjórum tungumálum, þ.e. íslensku og þremur erlendum tungumálum.

Á verkefnalistanum er merkt við 11 verkefni:

  • Merkt  XX: 3 verkefni ABRSM úr A-B-C-D-E listum
  • Merkt  X: 6 viðfangsefni af verkefnalista til framhaldsnáms – Prófdómari velur 1 af þeim
  • VAL: 1 viðfangsefni að vali nemanda
  • ÞJÓÐLAG: 1 undirleikslaust (1-3 mín)

Röð flutnings:

  • 3 verkefni af ABRSM lista – söngvari ræður röð
  • 1 verkefni sem prófdómari velur
  • 1 Val – verkefni
  • 1 undirleikslaust þjóðlag

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 7. stigs prófs.

Til að ljúka Framhaldsprófi og 7. stigs prófi:

  • Söngur Framhaldspróf og 7. stig ABRSM
  • Tónheyrn og nótnalestur 7. stig
  • Hljómfræði 7. stig
  • Tónlistarsaga fjórir áfangar – lokapróf
  • Píanóleikur 1. stig (eða annað hljóðfæri metið)
  • Hluti af Framhaldsprófinu eru tónleikar í félagi við 1 eða fleiri samnemendur
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING