Námsleiðir

Grunndeild

Grunndeild Söngskólans í Reykjavík er frábær grunnur fyrir framtíðar söngvara, hvort sem þeir hafa einhvern grunn í tónlist eða ekki. Grunnnámið miðast við fyrstu þrjú stigin í gamla kerfinu, I., II. og III. stigið. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og geta nemendur tekið prófið í áföngum, eða lokið því með einu prófi, Grunnprófi. Nám til Grunnprófs tekur að jafnaði 1-2 ár.

Markmið söngnámsins við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru þjálfaðir í sviðsframkomu og öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði.

Skólagjöld:
Grunndeild – Hálft nám 291.500 kr.
Grunndeild – Fullt nám 401.500 kr.

„Félagslífið í Söngskólanum er frábært og fólkið er svo hvetjandi!“

Snjólaug Vera Jóhannsdóttir
Fyrrverandi nemandi í Grunndeild

„Skólinn hefur hjálpað mér mikið í að byggja upp sjálfstraustið mitt og sviðsframkomu!“

Margrét Björk Daðadóttir
Fyrrverandi nemandi í Grunndeild

NÁM Í GRUNNDEILD

Nám til Grunnprófs tekur 1-2 ár. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og geta nemendur tekið prófið í áföngum, eða lokið því með einu prófi – Grunnprófi

  1. stig í söng, áfangi til Grunnprófs: Verkefnalisti 10 verkefni
  2. stig í söng, áfangi til Grunnprófs: Verkefnalisti 10 + 10 verkefni / samtals 20 verkefni
  3. stig í söng, Grunnpróf: Verkefnalisti 10 + 10 + 10 verkefni / samtals 30 verkefni
Fullt nám Á VIKU
  • 2 x 30 mín söngur / einkatími
  • 1 x 30 mín píanóundirleikur / einkatími

Hafi nemandi lagt stund á tónlistarnám er möguleiki á að meta það sem verkefni til Grunnnámsins.

Hluta nám Á VIKU
  • 1 x 30 mín söngur / einkatími
  • 1 x 15 mín píanóundirleikur / einkatími
HÓPTÍMAR Á VIKU: 
  • Tónfræði 60 mín
  • Tónheyrn og nótnalestur 60 mín
  • Samsöngur/Opin Grunndeild 1 x 75 mín með píanóleikara og söngkennara.
  • Tónlistarsaga

Til að ljúka Grunnprófi: Nemandi er, með fulltingi kennara síns, ábyrgur fyrir vel undirbúnum, 30 laga verkefnalista til afhendingar. Að auki þarf að ljúka kjarnagreinum hvers stigs samhliða hverju söngprófi.  Til grundvallar prófinu er vísað i kaflann um námsmat og próf úr Aðalnámskrá tónlistarskóla.

KennslUTÍMAR á viku:
  • Söngur 2×30 mín. (Einkatími)
  • Undirleikur/Meðleikur 1×30 mín (Einkatími)
  • Tónfræði 2×60 mín og tónheyrn/nótnalestur 2×60 mín.
  • Samsöngur/Opin deild 1×75 mín með píanóleikara og söngkennara (Hóptími)
  • Tónlistarsaga 1×120 mín
  • Sungið á tónleikum 3-4svar á vetri

Einnig er hægt að vera í hálfu námi og lækkar þá kostnaðurinn.

Söngæfingar skulu sungnar án undirleiks – Prófdómarinn velur tóntegundir og sérhljóða til að syngja en nemandinn þarf að geta sagt til um raddsvið sitt – Nemandinn þarf að geta sungið æfingarnar á mismunandi hraða.

Söngæfing nr. 1

Söngæfing nr. 2
Söngæfing nr. 3
VERKEFNALISTI  10+10 VERKEFNI (1. og 2. stig)

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskrár í Grunnnámi,  íslensk og erlend þjóðlög og sönglög, en einnig frjálst val við hæfi aldurs söngnema,  má þar t.d. benda á söngleikjalög.

 Á verkefnalistanum er merkt við 6 verkefni sem tilbúin eru til flutnings:

  • Við 2 verkefni XX – Val nemanda
  • Við 4 verkefni X – Prófdómari velur 2 af þeim til flutnings

Nemandi syngur 4 lög og ræður röð sönglaga í flutningi. Nemandi syngur söngæfingar – 3 æfingar (fylgja). Þær eru sungnar undirleikslaust, og á mismunandi sérhljóðum að vali prófdómara.

Forkröfur:    

Undirbúningur að 1. stigs prófi í tónfræði (lokið í tengslum við söngprófið)

Verkefnalisti   10 verkefni:

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskrár í Grunnnámi, aðallega íslensk þjóðlög og sönglög, en einnig frjálst val við hæfi aldurs söngnema,  má þar t.d. benda á söngleikjalög. Á verkefnalistanum er merkt við 6 verkefni sem tilbúin eru til flutnings:

  • Við 2 verkefni XX – Val nemanda
  • Við 4 verkefni X – Prófdómari velur 2 af þeim til flutnings

Nemandi syngur 4 lög og ræður röð sönglaga í flutningi. Nemandi syngur tækniæfingar – 3 æfingar (fylgja). Æfingar eru sungnar undirleikslaust, og á mismunandi sérhljóðum að vali prófdómara.

 

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 1. stigs prófs.

Til að ljúka 1. stigs prófi þarf að ljúka fyrst:
  • Söngur 1. stig
  • Tónheyrn og nótnalestur 1. stig
  • Tónfræði 1. stig

Söngæfingar skulu sungnar án undirleiks – Prófdómarinn velur tóntegundir og sérhljóða til að syngja en nemandinn þarf að geta sagt til um raddsvið sitt – Nemandinn þarf að geta sungið æfingarnar á mismunandi hraða.

Söngæfing nr. 1
Nr. 1
Söngæfing nr. 2
Nr. 2
Söngæfing nr. 3
Nr. 3
Forkröfur:    
  1. stigs prófi í tónfræði lokið
  2. stig í tónfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
Verkefnalisti   10 verkefni:

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskrár í Grunnnámi:

  • Íslensk og erlend þjóðlög og sönglög, en einnig frjálst val við hæfi aldurs söngnema, má þar t.d. benda á söngleikjalög.
  • Lágmark að sungið sé á tveimur tungumálum, þ.e. íslensku og einu erlendu tungumáli
  • Á verkefnalistanum er merkt við 6 verkefni sem tilbúin eru til flutnings:
  • Við 2 verkefni            XX      Val nemanda
  • Við 4 verkefni            X         Prófdómari velur 2 af þeim til flutnings
  • Nemandi syngur 4 lög og ræður röð sönglaga í flutningi.
  • Nemandi syngur tækniæfingar – 3 æfingar (fylgja)

Æfingar eru sungnar undirleikslaust, og á mismunandi sérhljóðum að vali prófdómara.

 

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 2. stigs prófs.

Til að ljúka 2. stigs prófi þarf að ljúka fyrst:
  • Söngur 2. stig
  • Tónheyrn og nótnalestur 2. stig
  • Tónfræði 2. stig

Söngæfingar skulu sungnar án undirleiks – Prófdómarinn velur tóntegundir og sérhljóða til að syngja en nemandinn þarf að geta sagt til um raddsvið sitt – Nemandinn þarf að geta sungið æfingarnar á mismunandi hraða.

Söngæfing nr. 1
Söngæfing nr. 2
Söngæfing nr. 3
Söngæfing nr. 4
Forkröfur: Nemandi hafi lokið
  1. eða 2. stigs söngprófi eða staðist námsmat til Grunnprófs
  2. stigs tónfræðiprófi og 3. stig í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
Verkefnalisti 30 verkefni samtals

ath. þó, mínus verkefnalistar 1. og 2. stigs – ef stigprófum er lokið

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskrár í Grunnnámi. Lágmark að sungið sé á tveimur tungumálum, þ.e. íslensku og einu erlendu tungumáli. Á verkefnalistanum er merkt við 8 verkefni sem tilbúin eru til flutnings. Ath: ef VAL-þátturinn er sönglag , eru tilbúnu verkefnin samtals 9

  • Við 3 verkefni XX – Val nemanda
  • Við 5 verkefni X – Prófdómari velur 1 til flutnings
  • Skráð VAL í valreit – Nemandi  syngur fyrst 4 lög og ræður röð sönglaganna í flutningi en syngur 5. verkefnið, VALverkefnið í lokin (ef um sönglag er að ræða).
Nemandi syngur alls 5 tækniæfingar:
  • 4 æfingar skv. námskrá til Grunnprófs (fylgja)
  • 1 æfingu, að vali nemanda, sem hann afhendir nótnasetta
  • Æfingar eru sungnar undirleikslaust, og á mismunandi sérhljóðum að vali prófdómara.
  • VALÞÁTTUR – Eigið val: Fimm atriði (sjá nánar í námskrá – Einsöngur útg. af menntamálaráðuneytinu)

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum 3. stigs ABRSM.

Til að ljúka Grunnprófi þarf að hafa lokið:
  • Söngur: Grunnpróf
  • Tónheyrn og nótnalestur 3. stig
  • Tónfræði 3. stig
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING