Námsleiðir

Háskóladeild

Háskóladeild Söngskólans í Reykjavík er fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi eða jafngildi þess. Margir söngnemendur hafa komist inn í virta tónlistarháskóla í Bakkalárs- eða Mastersnám í framhaldi af námi við Háskóladeild Söngskólans.

Markmið söngnáms á háskólastigi við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða, þjálfaða og framúrskarandi raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður að miklu leyti sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í nemendaóperu skólans þar sem þau öðlast þjálfun í sviðsframkomu og færni í að syngja fyrir áheyrendur.

Eftir að nemandi hefur lokið 8. stigi í söng getur hann valið á milli þess að fara í Einsöngvaranám eða Söngkennaranám

Skólagjöld: Háskólanám er 528.000 kr fyrir árið.

NÁM VIÐ HÁSKÓLADEILD

Einkatímar í viku
 • Söngur 60 mín
 • Söngur með undirleik 45 mín
 • Hljóðfæraleikur / hljómsetning 30 mín
Hóptímar í viku
 • Hljómfræði / formfræði 90 mín 
 • Tónheyrn og nótnalestur / hraðlæsi 45 mín
 • Söngsaga og gerð efnisskrár 90 mín
 • Ljóða- og aríudeild 120 mín 
 • Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar 
Forkröfur
Framhaldspróf í söng með framhaldseinkunn 80
 • 7. stig ABRSM Hljómfræði (3. hluti)
 • 4 áfangar Almenn tónlistarsaga, lokapróf
 • 1. stig Hljóðfæraleikur eða hljómsetning
Prófkröfur
 • Nemandi flytur 7 verkefna söngskrá, sem valin er úr vel undirbúnum 20 laga verkefnalista sem nemandi er ábyrgur fyrir, með fulltyngi kennara síns. Til grundvallar prófinu eru kröfur ABRSM 8. stigs ásamt viðbótarkröfum Söngskólans.
 • Nemandi leysir tónheyrnarverkefni samkvæmt kröfum ABRSM
 • Nemandi les sönglag beint af blaði samkvæmt kröfum ABRSM
Aðrar kröfur til 8. stigs í söng eru:
 • Hljómfræði lokapróf
 • 2. stig Hljóðfæraleikur
 • Söngsaga og gerð efnisskrár: fyrri áfangi 

Til að ljúka 8. stigs prófi með framhaldseinkunn til Burtfararnáms þarf lágmark einkunnina 80/100

Einkatímar í viku
 • Söngur 60 mín
 • Söngur með undirleik 45 mín
 • Hljóðfæraleikur / hljómsetning 30 mín
Val, kennslutímar í viku 
 • Hljómfræði / formfræði 90 mín 
 • Tónheyrn og nótnalestur / hraðlæsi 45 mín
 • Söngsaga og gerð efnisskrár 90 mín
 • Ljóða- og aríudeild 120 mín 
 • Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar 
Forkröfur

8. stig í söng (ABRSM) 

 • Lokapróf ABRSM Hljómfræði
 • Söngsaga og gerð efnisskrár: fyrri áfangi
 • 2. stig Hljóðfæraleikur eða hljómsetning
Prófkröfur
 • Nemandi flytur um það bil 30 mín. söngskrá; 20 mín frá lista til Burtfararprófs og 10 mín frjálst val
 • Lagaval þarf að vera fjölbreytt

Prófinu fylgja opinberir einsöngstónleikar í fullri lengd á vegum skólans

Einkatímar í viku
 • Söngur 60 mín
 • Söngur með undirleik 45 mín
 • Hljóðfæraleikur / hljómsetning 30 mín
Val, kennslutímar í viku 
 • Hljómfræði / formfræði 90 mín 
 • Tónheyrn og nótnalestur / hraðlæsi 45 mín
 • Söngsaga og gerð efnisskrár 90 mín
 • Ljóða- og aríudeild 120 mín 
 • Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar 
Forkröfur

8. stig í söng (ABRSM) 

 • Lokapróf ABRSM Hljómfræði
 • Söngsaga og gerð efnisskrár: fyrri áfangi
 • 2. stig Hljóðfæraleikur eða hljómsetning
Prófkröfur
 • Nemandi flytur um það bil 30 mín. söngskrá; 20 mín frá lista til Burtfararprófs og 10 mín frjálst val
 • Lagaval þarf að vera fjölbreytt

Prófinu fylgja opinberir einsöngstónleikar í fullri lengd á vegum skólans

Einkatímar í viku
 • Söngur 60 mín
 • Söngur með undirleik 45 mín
 • Hljóðfæraleikur / hljómsetning 30 mín
hóptímar í viku
 • Hljómfræði / formfræði 90 mín 
 • Tónheyrn og nótnalestur / hraðlæsi 45 mín
 • Söngsaga og gerð efnisskrár 90 mín
 • Ljóða- og aríudeild 120 mín 
 • Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar 
Forkröfur

Burtfararpróf í söng (ABRSMdip) ásamt hliðargreinum 

Prófkröfur
 • Nemandi flytur um það bil 40 mín. söngskrá
 • Nemandi ræðir við prófdómara um verkefnaval sitt, stíl og form og mismunandi söngstíl Viva voce
 • Nemandi flytur áður óséð sönglag í nútímastíl Quick study
Aðrar kröfur til Einsöngvaraprófs í söng eru: 
 • Ítarleg efnisskrá Programme Notes: skal skila 3 mánuðum fyrir prófdag

Áður en nemandi hefur nám í söngkennslu þarf hann að ljúka 8. stigi í söng

1. ár Fyrrihlutapróf í söngkennslu

ABRSMdip / Certificate of higher education

2. ár Söngkennarapróf

LRSM / Bachelor degree with honours

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING