Námsleiðir
Háskóladeild
Markmið söngnáms á háskólastigi við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða, þjálfaða og framúrskarandi raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður að miklu leyti sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í nemendaóperu skólans þar sem þau öðlast þjálfun í sviðsframkomu og færni í að syngja fyrir áheyrendur.
Miðað er við að nemandi sé í tvö ár í háskóladeild.
Skólagjöld: Háskólanám er 475.200 kr fyrir árið.
NÁM VIÐ HÁSKÓLADEILD
Einkatímar í viku
- Söngur 60 mín
- Söngur með undirleik 45 mín
- Hljóðfæraleikur / hljómsetning 30 mín
Hóptímar í viku
- Hljómfræði / formfræði 90 mín
- Tónheyrn og nótnalestur / hraðlæsi 45 mín
- Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar
Forkröfur
Framhaldspróf í söng með framhaldseinkunn 80
- 7. stig Hljómfræði (3. hluti)
- 4 áfangar Almenn tónlistarsaga, lokapróf
- 1. stig Hljóðfæraleikur eða hljómsetning
Prófkröfur
- Nemandi flytur 7 verkefna söngskrá, sem valin er úr vel undirbúnum 20 laga verkefnalista sem nemandi er ábyrgur fyrir, með fulltyngi kennara síns.
- Nemandi les sönglag beint af blaði
Aðrar kröfur til 8. stigs í söng eru:
- Hljómfræði lokapróf
Til að ljúka 8. stigs prófi með framhaldseinkunn til Burtfararnáms þarf lágmark einkunnina 80/100
Einkatímar í viku
- Söngur 60 mín
- Söngur með undirleik 45 mín
- Hljóðfæraleikur / hljómsetning 30 mín
Val, kennslutímar í viku
- Hljómfræði / formfræði 60 mín
- Tónheyrn og nótnalestur / hraðlæsi 45 mín
- Óperudeild, tímabundin vinna fyrir uppfærslur Nemendaóperunnar
Forkröfur
8. stig í söng
- Lokapróf Hljómfræði
Prófkröfur
- Nemandi flytur um það bil 30 mín. söngskrá
- Lagaval þarf að vera fjölbreytt
Prófinu fylgja opinberir einsöngstónleikar í fullri lengd á vegum skólans