Námsleið

Miðdeild

Miðdeild Söngskólans í Reykjavík er fyrir þá sem hafa lokið Grunnnámi eða jafngildi þess. Nemendur þurfa því að hafa staðgóðan grunn í raddbeitingu, nótnalestri og tónfræði. Tvisvar á vetri er gefinn kostur á prófum og geta nemendur tekið Miðprófið í tveimur áföngum, eða lokið því í einu lagi.
Markmið söngnámsins við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru þjálfaðir í sviðsframkomu og öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði.

„Nám í Söngskólanum hefur fært mér mikið sjálfstraust“

Vera Sif Brynjudóttir
Fyrrverandi nemandi í Miðdeild

NÁM Í MIÐDEILD

Forkröfur:

Nemandi þarf að hafa lokið Grunnnámi eða jafngildi þess (meta má með stöðuprófi) ásamt kjarnafögum sem áskilin eru. Nám til Miðprófs tekur um það bil 2 ár.  Á miðju tímabili Miðnáms er frammistaða nemenda metin, annað hvort með 4. stigs prófi eða á námsmatstónleikum. Þar leggur nemandi fram 15 laga verkefnalista: Flytur á námsmatstónleikum 3 verkefni eða í 4. stigs prófi, 4 verkefni. Verkefnin skulu þannig valin að sem flestir þættir séu sýndir, svo sem fjölbreytni í lagavali, samsöngur, framkoma, leikni og fleira. 

Í framhaldi af loknu IV. stigs prófi er unnið að V. stigi sem er byggt upp á sama hátt og IV stig  og lokið með Miðprófi

Verkefnin skulu þannig valin, að sem flestir þættir séu sýndir, svo sem fjölbreytni í verkefnavali, samsöngur, framkoma, leikni og fleira. 

einkatímar á viku 
 • Söngur 2×30 mín 
 • Undirleikur 1×30 mín
Kjarnagreinar á viku. hóptímar:
 • Tónfræði 2×60 mín 
 • Tónheyrn og nótnalestur 2×60 mín
 • Tónlistarsaga 1×60 mín
 • Opin Miðdeild 1×75 mín 

Til að ljúka Miðprófi: Nemandi er, með fulltingi kennara síns, ábyrgur fyrir vel undirbúnum 30 laga verkefnalista til afhendingar. Til grundvallar prófinu er kaflinn um námsmat og próf úr aðalnámskrá tónlistarskóla og er vísað í hann. 

Aðrar kröfur til Miðprófs eru:
 • Tónheyrn og nótnalestur: 5. stig skv. ABRSM
 • Tónfræði / 5. stig skv. ABRSM
 • Almenn tónlistarsaga: Minnst einn áfangi
 • Opin Miðdeild: ástundun og virkni.
 • Sungið á nemendatónleikum minnst einu sinni á vetri
Skólagjöld

Miðdeild 401.500 kr.

Söngæfingar skulu sungnar án undirleiks – Prófdómarinn velur tóntegundir og sérhljóða til að syngja en nemandinn þarf að geta sagt til um raddsvið sitt – Nemandinn þarf að geta sungið æfingarnar á mismunandi hraða.

Æfing nr. 1

Æfing nr.2

 
Æfing nr. 3

 
Forkröfur:   
 • Grunnprófi í söng lokið
 1. stigs prófi í tónfræði lokið
 2. stig í tónfræði í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)
Verkefnalisti – 15 verkefni: 

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskrár í Miðnámi.  Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum. Lágmark er að sungið sé á þremur tungumálum, þ.e. íslensku og tveimur erlendum tungumálum. Á verkefnalistanum er merkt við 8 verkefni sem tilbúin eru til flutnings:

 • Við 2 verkefni – XX Val nemanda
 • Við 6 verkefni – X Prófdómari velur 2 til flutnings
 • Nemandi syngur 4 lög og ræður röð sönglaga í flutningi.
 • Nemandi syngur tækniæfingar – 3 æfingar (fylgja)
 • Æfingar eru sungnar undirleikslaust, og á mismunandi sérhljóðum að vali prófdómara.

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 4. stigs prófs. Til að ljúka 4. stigs prófi:

 • Söngur 4. stig
 • Tónheyrn og nótnalestur 4. stig
 • Tónfræði 4. stig
 

Söngæfingar skulu sungnar án undirleiks – Prófdómarinn velur tóntegundir og sérhljóða til að syngja en nemandinn þarf að geta sagt til um raddsvið sitt – Nemandinn þarf að geta sungið æfingarnar á mismunandi hraða.

SÖNGÆFING NR. 1

Söngæfing nr. 2
 

Söngæfing nr. 3
 

Söngæfing nr. 4
 

Söngæfing nr. 5

Nemandi afhendir nótnasetta æfingu að eigin vali sem einnig er flutt í prófinu.

Forkröfur

Nemandi hafi lokið:

 1. stigs söngprófi eða staðist námsmat til Miðpófs.
 2. stigs tónfræðiprófi og 5. stig í undirbúningi (lokið í tengslum við söngprófið)

Verkefnalisti: 30 verkefni samtals – ath. þó, mínus verkefnalisti 4. stigs ef því er lokið

Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskrár í Miðnámi.   Gæta skal þess að verkefnaval sé fjölbreytt og endurspegli mismunandi stíltegundir og tónlist frá ólíkum tímabilum.

Lágmark að sungið sé á þremur tungumálum, þ.e. íslensku og tveimur erlendum tungumálum.

Á verkefnalistanum er merkt við 10 verkefni sem tilbúin eru til flutnings

Ef VAL-þátturinn er sönglag , eru tilbúnu verkefnin samtals 11

Við 3 verkefni            XX      Val nemanda

Við 7 verkefni            X         Prófdómari velur 2 af þeim til flutnings

Skráð VAL í valreit

Nemandi  syngur fyrst 5 lög og ræður röð sönglaganna í flutningi

en syngur 6. verkefnið – VALverkefnið í lokin – ef um sönglag er að ræða.

Nemandi syngur alls 5 tækniæfingar:

4 æfingar skv. námskrá til Miðprófs (fylgja)

1 æfingu að vali nemanda, sem hann afhendir nótnasetta

Æfingar eru sungnar undirleikslaust, og á mismunandi sérhljóðum að vali prófdómara.

VALÞÁTTUR: – Eigið val:

Þrjú atriði (sjá nánar í námskrá – Einsöngur útg. af menntamálaráðuneytinu)

Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum 5. stigs ABRSM.

Til að ljúka Miðprófi:

Söngur Miðpróf

Tónheyrn og nótnalestur 5. stig

Tónfræði 5. stig – alþjóðlegt próf ABRSM

Tónlistarsaga 1 áfangi.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING