Námsleiðir
Ungdeild
Nám í ungdeild
„Skólinn er eitt af því allra skemmtilegasta sem ég hef stundað“
Ellert Blær
Fyrrverandi nemandi í UngdeildUngdeild er skipt í tvennt
- Ungdeild yngri (6-12 ára)
- Ungdeild eldri (13-15 ára)
Auk réttrar og áreynslulausrar raddbeitingar er lögð áhersla á undirstöðuatriði í tónfræði, heyrnarþjálfun og nótnalestur. Nemendur koma fram á tónleikum, bæði innan deildarinnar og á heildartónleikum skólans.
Kennslutímar í viku
Söngur / Raddbeiting / Túlkun 20-30 mín
Samsöngur / Hreyfingar 60 mín
Tónfræði / Tónheyrn / Nótnalestur 45 mín
Auk þess (utan stundaskrár):
Á hverjum vetri fer fram mat á námsárangri hvers nemanda, í formi ársumsagnar eða stigsprófs.
Nemendur deildarinnar syngja á tvennum tónleikum á vetri og ýmsum uppákomum tengdum skólanum.
Aðrar kröfur til prófanna eru:
Tónheyrn og nótnalestur: 1. stig, 2. stig eða grunnpróf
Tónfræði: 1. stig, 2. stig eða grunnpróf
Samsöngur: ástundun og þátttaka í verkefnum
Sungið á nemendatónleikum 2svar sinnum á vetri
Skólagjöld
Ungdeild yngri 8-12 ára kr. 183.000
Ungdeild eldri 13-15 ára kr. 204.000
Kennslutímar á viku:
60 mín – Söngur, raddbeiting og túlkun, þrír nemendur með einum söngkennara