Námsleiðir

Ungdeild

Háskóladeild Söngskólans í Reykjavík er fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi eða jafngildi þess. Margir söngnemendur hafa komist inn í virta tónlistarháskóla í Bakkalárs- eða Mastersnám í framhaldi af námi við Háskóladeild Söngskólans.
Námið er frábær grunnur fyrir alla unga og áhugasama söngvara hvort sem þeir hafa einhvern grunn í tónlist eða ekki. Markmið söngnáms við Söngskólann í Reykjavík er að nemendur læri heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu og auk þess að efla og styrkja sönggleði. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn fær einkatíma í söngþjálfun auk þess að taka þátt í hóptíma með öðrum nemendum deildarinnar. Nemendur eru þjálfaðir í sviðsframkomu til að öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja grunn tónfræði.

Nám í ungdeild

„Skólinn er eitt af því allra skemmtilegasta sem ég hef stundað“

Ellert Blær
Fyrrverandi nemandi í Ungdeild
Ungdeild er skipt í tvennt
  • Ungdeild yngri (6-12 ára)
  • Ungdeild eldri (13-15 ára)

Auk réttrar og áreynslulausrar raddbeitingar er lögð áhersla á undirstöðuatriði í tónfræði, heyrnarþjálfun og nótnalestur. Nemendur koma fram á tónleikum, bæði innan deildarinnar og á heildartónleikum skólans.

Kennslutímar í viku

Söngur / Raddbeiting / Túlkun 20-30 mín
Samsöngur / Hreyfingar 60 mín
Tónfræði / Tónheyrn / Nótnalestur 45 mín

Auk þess (utan stundaskrár):

Á hverjum vetri fer fram mat á námsárangri hvers nemanda, í formi ársumsagnar eða stigsprófs.
Nemendur deildarinnar syngja á tvennum tónleikum á vetri og ýmsum uppákomum tengdum skólanum.

Aðrar kröfur til prófanna eru:

Tónheyrn og nótnalestur: 1. stig, 2. stig eða grunnpróf
Tónfræði: 1. stig, 2. stig eða grunnpróf
Samsöngur: ástundun og þátttaka í verkefnum
Sungið á nemendatónleikum 2svar sinnum á vetri

Skólagjöld

Ungdeild yngri 8-12 ára kr. 183.000

Ungdeild eldri 13-15 ára kr. 204.000

Kennslutímar á viku:

60 mín – Söngur, raddbeiting og túlkun, þrír nemendur með einum söngkennara

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING