Glæsilegur hópur nemenda söng á kaffi- og kökutónleikum á vegum Nemendafélags Söngskólans, laugardaginn 14. október. Efnisskráin samanstóð af fjölbreyttum og metnaðarfullum samsöngsatriðum.
Þetta er einstakt framtak hjá þessum kröftuga hópi nemenda. Þau sýndu frumkvæði í að setja saman skemmtilegt prógramm og svo buðu þau upp á heimatilbúið bakkelsi á sanngjörnu verði. Hvati tónleikana er að safna fyrir veglegri árshátíð!
Starfsmenn Söngskólans fjölmenntu og skemmtu sér vel yfir þessu nýja framtaki nemenda. Við viljum þakka fyrir okkur og vonumst til að Nemendafélagið endurtaki þetta form tónleikahalds 🙂