Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík setur upp Leðurblökuna eftir Johann Strauss II, í Norðurljósasal Hörpu mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 19.30
Miðasala hér eða í síma: 528 5050
Stjórnandi: Garðar Cortes
Leikstjórn / sviðshreyfingar / dansar: Sibylle Köll
Tónlistarstjórn: Hrönn Þráinsdóttir
Píanóleikarar á æfingum: Hrönn Þráinsdóttir og Antonia Hevesi
Hljómsveit: Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Söngvarar:
Birgir Stefánsson, Einar Dagur Jónsson, Guðný Guðmundsdóttir, Halldóra Björg Jónasdóttir, Halldóra Ósk Helgadóttir, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir, Kristrún Kolbrúnardóttir, Magnús Már Björnsson Sleight, Ólafur Freyr Birkisson, Pétur Úlfarsson, Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Rosemary Atieno Odhiambo, Salka Arney Magnúsdóttir, Salný Vala Óskarsdóttir, Sigrún Símonardóttir og Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir
Um Leðurblökuna:
Óperettan er hnyttin og lífleg. Persónusköpunin er sterk og tónlistin er yfirfull af fallegum melódíum.
Sögusvið óperettunnar er Vínarborg um áramótin 1874-1875. Það er á allra vörum og í öllum blöðum að Eisenstein sé á leiðinni í fangelsi. Fyrsti þátturinn gerist heima hjá þeim hjónum Eisenstein og Rosalinde. Annar þátturinn er veisla heima hjá rússneskum prinsi, þar sem Eisenstein fellur fyrir Adele. Þriðji og síðasti þátturinn gerist í fangelsinu, þar sem framhjáhaldið kemur í ljós.
Um Nemendaóperu Söngskólans:
Nemendaópera Söngskólans setur árlega upp sýningar. Nemendur spreyta sig á hinum ýmsu hlutverkum óperutónbókmenntanna auk þess að fá gífurlega reynslu við að koma fram, starfa í leikhúsumhverfi þar sem virðing fyrir samnemendum, kennurum og listforminu er í hávegum höfð.
Deildarstjóri Nemendaóperunnar er Ólöf Kolbrún Harðardóttir