Tímalína
NEMENDAÓPERAN
Nemendaópera Söngskólans setur upp árlegar sýningar þar sem nemendur spreyta sig á hinum ýmsu hlutverkum óperutónbókmenntana auk þess að fá mikla og góða reynslu í að koma fram. Mikilvægt er að öðlast reynslu í að starfa leikhúsumhverfi þar sem virðing fyrir samnemendum, kennurum og listforminu er í hávegum höfð. Sibylle Köll og Hrönn Þráinsdóttir sjá um Nemendaóperu Söngskólans.
Mozart & Glymskrattinn
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík sýndi glænýja samsuðu-óperu-söngleikinn Mozart & Glymskrattann! Leikstjórn: Sibylle Köll & Sigríður Ásta Olgeirsdóttir. Tónlistarstjórar: Hrönn Þráinsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir
Baldursbrá í Langholtskirkju
Nemendaópera og Ungdeild Söngskólans í Reykjavík flutti ævintýraóperuna Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson 30. mars í Langholtskirkju.
Teboðið í Safnaðarheimili Vídalínskirkju
Óperudeild Söngskólans í Reykjavík flutti Teboðið, senur úr óperum og söngleikjum, 28. apríl 2022 í Safnaðarheimili Vídalínskirkju.
Vegir liggja til allra átta
...enginn ræður för! Tónleikar með söguívafi úr lögum Sigfúsar Halldórssonar Píanó / Tónlistarstjóri: Hólmfríður Sigurðardóttir Leikstjóri: Sibylle Köll
Skosk ljóð
í útsetningu Ludwig van Beethoven Tríó, dúettar og einsöngur við undirleik slaghörpu, fiðlu og knéfiðlu.
Fiðlarinn á þakinu
Tevje mjólkurpóstur og fjölskylda hans búa í gyðingaþorpinu Anatevka í Úkraínu í Rússlandi í upphafi 20. aldarinnar. Honum gengur brösulega að gifta þrjár af dætrum sínum þrátt fyrir hjálp hins hefðbundna hjúskaparmiðlara. Í söguna fléttast umrót og ofsóknir á hendur gyðingum.
Falstaff
Á kaffihúsinu Kaffi Lola í miðbæ Reykjavíkur hefur hópur áhugamanna um sveiflu millistríðsáranna hreiðrað um sig. Þau setja óneitanlega svip á bæinn þar sem þau bæði klæða sig og dansa Lindy Hop í anda stríðsáranna. Í þessum hópi eru félagarnir Kobbi og Keli sem eru snillingar í að fá góðar hugmyndir sem þeir eru misgóðir í að útfæra. Að verða ríkir og frægir með því að stofna óperusveit væri góð hugmynd ef rétta bréfið hefði farið af stað!
Skilaboðaskjóðan
Skilaboðaskjóðan er skemmtileg fjölskyldusýning sem allir ættu að hafa gaman af, falleg tónlist og lífleg saga. Sagan er um Putta og Möddumömmu, sem eiga heima í Ævintýraskógi. Nátttröll rænir Putta og ætlar að breyta honum í tröllabrúðu, en íbúar skógarins; dvergarnir, Mjallhvít og Rauðhetta, vilja bjarga honum. Mikið kapp er lagt á að gera það, áður en sólin sest. Hins vegar vilja Nornin, Úlfurinn og Stjúpan ekki hjálpa Putta, og þá eru góð ráð dýr!
Leðurblakan
Leðurblakan gerist í Vín og fjallar um hefðarfólk sem hefur lítið annað að gera en að koma sér í vandræði og gera hvert öðru grikk. Það er Eisenstein að kenna að Falke hefur fengið viðurnefnið „Leðurblakan“ og Falke reynir að ná sér niður á Eisenstein með því að gera hann að fífli í veislu Orlofskys.
Töfraflautan
Töfraflautan - Die Zauberflöte, var frumflutt í Vínarborg 30. september 1791. Byggir hún á sögunni Lulu og á uppruna sinn í ævintýrum Dschinnistan frá 1786. Frumtextinn er á þýsku. Þar sem töluverður talaður texti er í verkinu, er Töfraflautan því Singspiel, eða söngleikur og er yfirleitt þýdd og flutt á móðurmáli á hverjum sýningarstað. Þetta er í 4. sinn sem Nemendaóperan flytur Töfraflautuna, auk þess að flytja þætti úr henni við ýmis tækifæri, m.a. í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Töfraheimur prakkarans
Óperan fjallar um lítinn dreng, sem er óþekkur við mömmu sína. Hann vill ekki læra, brýtur allt og bramlar í kringum sig; húsgögn, leikföng og skólabækur og dýr og tré úti í náttúrunni. En umhverfið lifnar allt í einu við og gerir uppreisn gegn prakkaranum. Hann flýr út í garð, en trén og dýrin taka honum illa, en viðhorf þeirra breytist er hann gerir að sári á loppu íkorna, sem slasaðist í öllum látunum.
Leðurbaróninn
Leðurblakan 1874 og Sígaunabaróninn 1885 ...eru þekktustu óperettur Jóhanns Strauss II 1825-1899 og hafa báðar verið reglulega á fjölunum frá upphafi. Strauss yngri var líkt og Strauss eldri afar vinsælt tónskáld og þó að faðirinn hafi orðið faðir Vínarvalsins þá varð sonurinn Valsakóngurinn. Ólíkt föðurnum lét Strauss II sér ekki nægja að semja danstónlist og samdi þó nokkrar óperettur við mikinn fögnuð Vínarbúa.
Don Djammstaff
Við erum stödd í héraðinu Babylhalla árið 2020. Sagt er að konur og menn séu nú jafnokar og sama gildir um menn og vampírur. Líkt og frá upphafi tíma halda nornir og verndarenglar heiminum í jafnvægi. Vampíran Don Djammstaff er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu. Hann semur eldheitt en fágað ástarbréf, sem jafnframt er boðskort í glæsilega veislu heima hjá Alettu, fornvinkonu hans. Þar vill hann opinbera ást þeirra fyrir framan alla. En það er eitt lítið vandamál: hann veit ekki heimilisfang hennar...
2014
Óperutorgið – í Salnum, Kópavogi
Úr óperunum Hans og Gréta, Kátu konurnar og Don Giovanni
2013
Söngdansar eftir Jón Ásgeirsson í Salnum, Kópavogi
2013
Gondólagæjar og glæsipíur – í Iðnó
Byggt á óperum eftir Gilbert og Sullivan
2013
Óperettu-Matiné – í Snorrabúð, sal Söngskólans
2012
Álfadrottningin eftir Purcell í Íslensku óperunni
2011
Í hjarta mér – í Snorrabúð, sal Söngskólans
atriði úr söngleikjum, óperettum og óperum
2011
Óperustund – í Snorrabúð, sal Söngskólans
Úr óperunum Rósariddaranum, Cosi fan tutte, Madama Butterfly, Don Giovanni og Brúðkaup Figaros
Don Djammstaff
Við erum stödd í héraðinu Babylhalla árið 2020. Sagt er að konur og menn séu nú jafnokar og sama gildir um menn og vampírur. Líkt og frá upphafi tíma halda nornir og verndarenglar heiminum í jafnvægi. Vampíran Don Djammstaff er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu. Hann semur eldheitt en fágað ástarbréf, sem jafnframt er boðskort í glæsilega veislu þar sem hann vill opinbera ást þeirra fyrir framan alla. En það er eitt lítið vandamál: hann veit ekki heimilisfang hennar...
The show must go on
Söngleikur úr smiðju Nemendaóperunnar í samvinnu við Íslensku óperuna Tónlist úr þekktum söngleikjum og dægurperlur frá ýmsum heimshornum Söguþráður og samtöl koma úr smiðju söngvaranna sjálfra Sögusvið er í nútímanum; Kaffihús í Reykjavík og umhverfi þess.
Brúðkaup Fígarós
ópera í 4 þáttum frumflutt í Vínarborg 1786 Tónlist Wolfgang Amadeus Mozart Texti Lorenzo da Ponte Leikstjóri Sibylle Köll Hljómsveitarstjóri Garðar Cortes
Skuggablóm
Átakasaga og fjölskyldudrama. Höfuðpersónur Skuggablóms eru Tinna, ung stúlka í sálrænum erfiðleikum, sem heyrir raddir Skuggablóma; Þorsteinn, faðir Tinnu, Berglind, kona Þorsteins og stjúpmóðir Tinnu, Hrafn, ljúfur drengur sem er vinur og aðdáandi Tinnu og Þorvaldur, vinur Hrafns, hálfbróðir Tinnu, sem á harma að hefna gagnvart föður hennar, stjúpa sínum, Þorsteini.
Algjör draumur
Librettó: Anton Steingruber Tónlist: Johann Strauss, Carl Millöcker, Franz Lehar, Robert Stolz Jacques Offenbach, Emmerich Kálmán og Rudolf Kattnigg Sett á svið fyrir Söngskólann í Reykjavík Höfundur, leikstjóri og undirbúningur tónlistar: Anton Steingruber Danshöfundur, aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri: Sibylle Köll Píanóleikari á æfingum og sýningum: Janet Haney Aðstoð við píanóleik á æfingum: Alex Ashworth Umsjón ljósa á sýningum: Jón Þ. Kristjánsson.
Skuggablóm
Átakasaga og fjölskyldudrama. Höfuðpersónur Skuggablóms eru Tinna, ung stúlka í sálrænum erfiðleikum, sem heyrir raddir Skuggablóma; Þorsteinn, faðir Tinnu, Berglind, kona Þorsteins og stjúpmóðir Tinnu, Hrafn, ljúfur drengur sem er vinur og aðdáandi Tinnu og Þorvaldur, vinur Hrafns, hálfbróðir Tinnu, sem á harma að hefna gagnvart föður hennar, stjúpa sínum, Þorsteini.
Algjör draumur
Librettó: Anton Steingruber Tónlist: Johann Strauss, Carl Millöcker, Franz Lehar, Robert Stolz Jacques Offenbach, Emmerich Kálmán og Rudolf Kattnigg Sett á svið fyrir Söngskólann í Reykjavík Höfundur, leikstjóri og undirbúningur tónlistar: Anton Steingruber Danshöfundur, aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri: Sibylle Köll Píanóleikari á æfingum og sýningum: Janet Haney Aðstoð við píanóleik á æfingum: Alex Ashworth Umsjón ljósa á sýningum: Jón Þ. Kristjánsson.
Show business
Söng/leik/dans-sýning byggð á Broadway söngleikjum Söng/leik/dans-sýning byggð á Broadway söngleikjum Undirbúningur ~ tónlistarstjórn Sibylle Köll og Alexander Ashworth Sviðsetning ~ leikstjórn ~ dansar Sibylle Köll Píanóleikari Alexander Ashworth
Rómantískar óperuperlur
Töfraheimur Prakkarans
Óperan fjallar um lítinn dreng sem er óþekkur við mömmu sína. Hann vill ekki læra og brýtur allt og bramlar í kringum sig; leikföngin, húsgögnin, skólabækurnar jafnt sem dýrin og trén úti í náttúrunni. En umhverfið lifnar allt í einu við og gerir uppreisn gegn prakkaranum. Hann flýr út í garð en trén og dýrin taka honum illa.
2004
14 blóðheitar konur og einn kaldur kall – í Snorrabúð, sal Söngskólans
2003
Brúðkaup Figaros eftir Mozart – stytt útgáfa í Snorrabúð, sal Söngskólans
2002
Tíu ástríðuþrungnir Óperudropar – í Snorrabúð, sal Söngskólans
2001
Gondoliers og kaflar úr Mikado og Patience eftir Gilbert og Sullivan í Smára, sal Söngskólans
2000
Rauða tjaldið “óperuslettur úr ýmsum áttum,, – aukið og endurbætt í Tónlistarhúsinu Ými
Kaflar úr ítölskum og þýskum óperum
2000
Rauða tjaldið “óperuslettur úr ýmsum áttum” í Smára, sal Söngskólans
Kaflar úr ítölskum og þýskum óperum
1999
Leðurblakan eftir Franz Lehar í Íslensku óperunni
1998
Töfraflautan eftir Mozart í Íslensku óperunni
1998
Sour Angelica – Il Trovatore – Annie get your gun – kaflar úr óperum
eftir Puccini, Verdi og Berlin í Smára, sal Söngskólans
1998
Töfraflautan eftir Mozart í Smára, sal Söngskólans
1997
Leðurblakan í konsertuppfærslu – í Leikhúskjallaranum
1997
Leikhústónlist – í Leikhúskjallaranum
1997
Leikhústónlist eftir Rodgers og Hammerstein í Íslensku óperunni
1996
Oklahoma eftir Rodgers og Hammerstein í Íslensku óperunni
1995
Kaflar úr Carmen eftir Bizet í Leikhúskjallaranum
1995
Töfraheimur prakkarans eftir Ravel í Íslensku óperunni
1992
Valdir kaflar úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart í Smára, sal Söngskólans
1992
Orfeus í Undirheimum eftir Offenbach í Íslensku óperunni
1991
Rita eftir Donizetti og Ráðskonuríki eftir Pergolesi í Íslensku óperunni
1989
Kaflar úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart og Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai í Íslensku óperunni
1985
Ástardrykkurinn eftir Donizetti í Íslensku óperunni
1982
Hans og Gréta eftir Humperdinck í Íslensku óperunni