Archives

Viðburðir í tenglsum við stórafmæli Jóns Ásgeirssonar

352 182 Söngskólinn í Reykjavík

Jón Ásgeirsson 90 ára 

Ísalög gefur út söngsafn Jóns Ásgeirssonar, 3 bækur í boxi

 

Sunnudaginn 7. október 2018 kl. 20:00  

Jón Ásgeirsson 90 ára – heiðurstónleikar í Salnum í Kópavogi 

Jón Ásgeirsson tónskáld verður 90 ára í október og eru tónleikarnir haldnir til þess að heiðra Jón og hans ævistarf. Flutt verða sönglög og aríur frá ýmsum tímabilum.

Flytjendur: Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Ágúst Ólafsson baritón og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari.

 

Þriðjudaginn 9. október 2018 kl. 14:00-16:00

Ljóða- og aríudeild við Söngskólinn í Reykjavík 

Jón Ásgeirsson leiðbeinir nemendum í ljóða- og aríudeild og undirbýr þá fyrir tónleika í tilefni af 90 ára afmæli Jóns. 

Umsjón: Ólöf Kolbrún Harðardóttir 

Píanóleikarar: Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson

Opið almenningi – áheyrn ókeypis 

 

Miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 18:00  

Tónleikar til heiðurs Jóni Ásgeirssyni – Söngskólinn í Reykjavík 

Nemendur í ljóða- og aríudeild halda tónleika í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar. 

Umsjón: Ólöf Kolbrún Harðardóttir 

Píanóleikarar: Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson

Allir velkomnir og frítt inn

 

Fimmtudaginn 11. október 2018 – Afmælisdagur Jóns Ásgeirssonar

 

Miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 20:00  

Tíbrá tónleikaröð – Hvíslar mér hlynur – í Salnum í Kópavogi

Jón Ásgeirsson níræður
Okkar mikilsvirta söngvaskáld, Jón Ásgeirsson, fagnar níræðisafmæli þann 11. október. Af því tilefni býður Tíbrá tónleikaröðin upp á sönglagaveislu með mörgum af hans fegurstu lögum, aríum og dúettum. 

Flytjendur: Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Snorri Sigfús Birgisson.

 

Laugardaginn 20. október 2018 kl. 16:00  

Svartálfadans – Hannesarholt – Óperudaga í Reykjavík

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari flytja ljóðaflokkinn Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, ásamt nokkrum af þekktustu perlum tónskáldsins sem fagnar níræðisafmæli sínu í októbermánuði. 

Gunnar Þorsteinsson, þýðandi og þulur, les ljóðin úr Svartálfadansi milli laga. 

 

Föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október 2018 kl. 20:00  

Þrymskviða – Norðurljósarsal Hörpu

Uppfærslan er í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar og 100 ára fullveldi Íslands. Þrymskviða er fyrsta íslenska óperan, frumflutt árið 1974.

Ópera eftir Jón Ásgeirsson: 

Þór uppgötvar að hamar hans Mjölnir er horfinn! Þrymur þursadrottinn hefur rænt honum og heimtar Freyju í lausnargjald. Hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn svo Þór fer í kvenmannsgerfi til Jötunheima að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Laufeyjarsonar.

Flytjendur: Guðmundur Karl Eiríksson, Keith Reed, Margrét Hrafnsdóttir, Agnes Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Björn Jónsson, Björn Þór Guðmundsson, Háskólakórinn, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson / Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson

Lokað vegna jarðafarar

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Guðfreður Hjörvar Jóhannesson, hjálparhellan okkar, verður jarðsettur fimmtudaginn 23. nóv 2017 kl. 13.00 í Langholtskirkju

Kennsla fellur niður í Söngskólanum á jarðarfarardaginn og skólinn verður lokaður frá kl. 12.00 – 16.00

Kirkjusöngur 2017

1000 564 Söngskólinn í Reykjavík

Hinn árlegi kirkjusöngsdagur Söngskólans verður sunnudaginn 22. október. Þá bíðst söngnemendum kostur á því að syngja einsöng í kirkjum borgarinnar.

Kirkjusöngsdagurinn er gott tækifæri til að kynna sig, vinna með organistum og byggja tengslanetið. Þetta hefur reynst vel undanfarin ár.

Hér að neðan er hægt að sjá hvaða nemandi verður í hvaða kirkju, sunnudaginn 22. október: 
Fella og Hólakirkja - Ragnhildur Þórhallsdóttir  

Laugarneskirkja - Þórhildur Steinunn 

Langholtskirkja - Magnús Már Björnsson 

Víðistaðakirkja - Salný Vala Óskarsdóttir 

Kópavogskirkja - Halldóra Ósk Helgadóttir 

Vídalínskirkja - Rosemary Atieno Odhiambo

Grensáskirkja - Guðný Guðmundsdóttir 

Hallgrímskirkja - Pétur Úlfarsson 

Grafarvogskirkja - Hans Martin Hammer
Aðrar dagsetningar:
29. október Guðríðarkirkja - Sigurbjörg Thelma Sveinsdóttir  

29. október Seltjarnarneskirkja - Ari Ólafsson 

5. nóvember Hjallakirkja - Hans Martin Hammer
Ódagsett:
Dómkirkjan - Oddný Óskarsdóttir 

Digraneskirkja - Þórhildur Steinunn

Jóhann syngur Schumann og Mahler

800 520 Söngskólinn í Reykjavík

Jóhann Kristinsson baritón og Ammiel Bushakevitz píanóleikari verða með ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 19. október kl. 20:00.

Efnisskrá tónleikana:
Liederkreis, Op. 39 eftir Robert Schumann
Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler
Nokkur lög úr Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler

Frá 2009-2013 stundaði Jóhann Kristinsson nám við Söngskólann í Reykjavík, hjá Bergþóri Pálssyni. Eftir námið hér fór Jóhann í masternám við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín, í óperusöng. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch.

Jóhann hefur vakið athygli í Þýskalandi fyrir ljóðasöng. Nýverið vann hann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Hann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni. Í fyrrasumar komst hann í úrslit í alþjóðlegu Robert Schumann keppninni, sem haldin er fjórða hvert ár í Zwickau.

Það er vert að fylgjast með þessum unga manni sem er nú þegar að gera það gott. Hann hefur nýlega skrifað undir tveggja ára samning við óperustúdíó ríkisóperunnar í Hamborg.

Með Jóhanni á tónleikunum er píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz. Hann er margverðlaunaður píanisti sem kemur reglulega fram á virtum tónlistarhátíðum víða um heim, t.d. Salzburger Festspiele, Bayreuth Festival, Lucerne Festival, Festival d’automne à Paris, Festival Pontino di Latina Roma, the Jerusalem Schubertiade, the Vancouver Chamber Music Series í Kanada og Festival d’Aix-en- Provence í Frakklandi.

Við mælum eindregið með þessum tónleikum. Hér er hægt að nálgast miða á tónleikana: https://www.tix.is/is/salurinn/buyingflow/tickets/4432

Nemendafélagið hélt kaffi- og kökutónleika

640 480 Söngskólinn í Reykjavík

Glæsilegur hópur nemenda söng á kaffi- og kökutónleikum á vegum Nemendafélags Söngskólans, laugardaginn 14. október. Efnisskráin samanstóð af fjölbreyttum og metnaðarfullum samsöngsatriðum.

Þetta er einstakt framtak hjá þessum kröftuga hópi nemenda. Þau sýndu frumkvæði í að setja saman skemmtilegt prógramm og svo buðu þau upp á heimatilbúið bakkelsi á sanngjörnu verði. Hvati tónleikana er að safna fyrir veglegri árshátíð!

Starfsmenn Söngskólans fjölmenntu og skemmtu sér vel yfir þessu nýja framtaki nemenda. Við viljum þakka fyrir okkur og vonumst til að Nemendafélagið endurtaki þetta form tónleikahalds 🙂

Gangi þér vel Hrafnhildur!

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Hrafnhildur Árnadóttir mun syngja í IVC keppninni á morgun, laugardaginn 9. september. IVC er alþjóðleg keppni fyrir einsöngvara, sem haldin hefur verið síðan árið 1954 í Hollandi.

Hún mun flytja óperuaríu eftir Mozart, oratoríuaríu eftir Rossini og ljóð eftir Strauss.

Þetta er prógrammið sem hún mun syngja:

Wolfgang Amadeus Mozart 1756 – 1791
In quali eccessi, o Numi!… Mi tradì quell’alma ingrata – Don Giovanni

Gioacchino Rossini 1792 – 1868
Crucifixus – Petite Messe Solennelle

Richard Strauss 1864 – 1949
September – Vier letzte Lieder

Að vita allt um íslensk sönglög

560 315 Söngskólinn í Reykjavík

 

Tímasetningar:  Fimmtudagar kl. 9:00 – 10:30

Dagsetningar: 26. október, 2. nóvember og 9. nóvember

Kennari: Bjarki Sveinbjörnsson

Verð: 4.500 kr.

 

Bjarki fræðir þátttakendur um íslenskan tónlistararf af sinni alkunnu snilld!

 

Marta Kristín Friðriksdóttir

2560 1707 Söngskólinn í Reykjavík

Árið 2017 hefur verið mjög viðburðarríkt hjá söngkonunni Mörtu Kristínu Friðriksdóttur, nemenda við Söngskólann í Reykjavík. Snemma árs vann Marta söngkeppnina Vox Domini, á vegum FÍS (Félag Íslenskra söngkennara) og fékk nafnbótina Rödd ársins 2017!

Samhliða því að syngja hlutverk Paminu í Töfraflautunni, eitt aðalhlutverk óperunnar, söng Marta sig inn í virtan tónlistarháskóla í Vín: Universität für musik und darstellende kunst Wien. Hún heillaði dómnefndina þar við skólann eins og henni einni er lagið.

Marta hóf nám við Söngskólann í Reykjavík árið 2012 og hefur síðan þá lært hjá Signýju Sæmundsdóttur og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Hún kom hingað með gott veganesti frá Margréti Pálma, Hönnu Björk Guðjónsdóttur og Ingu Backman. Í lok síðasta skólaárs lauk Marta 8. stigs söngprófi með hæstu einkunn eða 9,6. Á bak við velgengni sem þessa liggur mikil vinna, en Marta hefur verið dugleg að sækja masterclassa hérlendis sem og erlendis.

Tónlistarháskólinn í Vín hefst 2. Október 2017. Þar við skólann eru nú þegar nokkrir aðrir nemendur frá Söngskólanum í Reykjavík: Kristín Sveinsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Gyrðir Viktorsson, Davíð Ólafsson og Unnsteinn Árnason. Við vonum að þau taki vel á móti líflegu og skemmtilegu Mörtunni okkar og hjálpi henni að fóta sig á nýjum stað.

Úrslit svæðistónleika Nótunnar 2017

2048 1152 Söngskólinn í Reykjavík

Söngskólinn í Reykjavík sendi frá sér tvö atriði á svæðistónleika Nótunnar 2017, sem fram fór um helgina í Grafarvogskirkju. Á svæðistónleikunum voru veittar viðurkenningar og nótuverðlaun til þeirra atriða sem valin voru til að taka þátt í Lokahátíð Nótunnar.

Bæði atriðin sem tóku þátt fyrir hönd Söngskólans í Reykjavík komust áfram!

 

Einar Dagur Jónsson tók þátt í flokki einleiks-/einsöngsatriða. Hann söng aríu Taminos úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart, Dies Bildnis ist bezaubernd schön. Antonia Hevesi lék undir með Einari Degi sem er nemandi Egils Árna Pálssonar söngkennara. Fyrr á árinu tók Einar Dagur þátt í söngkeppni Vox Domini og hlaut þar verðlaunasæti á framhaldsstigi.

 

Atriðið á okkar vegum í samleiks-/samsöngsflokki var í höndum Nemendaóperunnar. Þau sungu Quintett úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart, Hm hm hm, undir handleiðslu Sibylle Köll og Hrannar Þráinsdóttur. Quintettinn skipuðu: Salný Vala Óskarsdóttir, Jara Hilmarsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Birgir Stefánsson og Einar Dagur Jónsson. Salný Vala og Jara eru nemendur Hörpu Harðardóttur, Hanna Ágústa er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Birgir er nemandi Bergþórs Pálssonar og Einar Dagur er, eins og fyrr hefur komið fram, nemandi Egils Árna Pálssonar.

Við viljum óska þessum glæsilega hópi söngvara, söngkennara, píanóleikara og leikstjóra innilega til hamingju með árangurinn og við hlökkum til að sjá þau koma fram á Lokahátíð Nótunnar í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 2. Apríl 2017.

JÓHANN KRISTINSSON ER FYRSTI ÍSLENDINGURINN SEM FÆR VERÐLAUN Í DAS LIED

800 520 Söngskólinn í Reykjavík

 

Jóhann Kristinsson, baritónsöngvari, var nemandi Bergþórs Pálssonar við Söngskólann í Reykjavík frá 2009-2013. Núna stundar Jóhann masternám í óperusöng við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch. Jóhann er ekki eini íslendingurinn sem nemur við skólann en Brynhildur Þóra Þórsdóttir, Kristín Anna Guðmundsdóttir og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir nema þar einnig. Brynhildur Þóra og Kristín Anna eru fyrrum nemendur Söngskólans í Reykjavík, Brynhildur var nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Kristín Anna var nemandi Hörpu Harðardóttur.

Nýverið vann Jóhann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Jóhann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni.

En þetta er ekki í fyrsta sinn, og líklega ekki í það síðasta heldur, sem Jóhann stendur sig vel í alþjóðlegum keppnum. Sumarið 2016 komst hann í úrslit í Schumann keppninni.

Margir heilluðust strax af Jóhanni þegar hann stundaði nám hér við Söngskólann. Hann kom víða við í tónlistarheiminum og var mjög sýnilegur tónlistarmaður hérna heima áður en hann flutti út. Árið 2011 fékk hann styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálssonar, sem er styrkur til söngnema sem þykja skara fram úr. Hann söng í kjarnakór Íslensku óperunnar frá árinu 2012 og ári seinna þreytti hann frumraun sína sem einsöngvari á sviði Íslensku óperunnar í hlutverki Morales í Carmen eftir Georges Bizet. Einnig söng hann hlutverk séra Torfa í Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson við frumflutning óperunnar í Skálholti. Samhliða þessu spilaði Jóhann reglulega á gítar á tónleikum og gaf út þrjár plötur með frumsaminni tónlist. Lagið hans “No Need to Hesitate” fékk töluverða spilun í úvarpinu.

Núna einbeitir hann sér nánast alfarið að klassísku tónlistinni og gerir það með prýði.

Þann 9. apríl syngur Jóhann á tónlistarhátíðinni Heidelberger Frühling ásamt hinum verðlaunahöfunum í Das Lied. Þar mun hann flytja spennandi prógramm með söngljóðum eftir tvo þekktustu ljóðatónskáldin Franz Schubert og Robert Schumann, en einnig eftir nútímatónskáldið Wolfgang Rihm. Við hjá Söngskólannum í Reykjavík óskum honum góðs gengis á tónleikunum og á lokasprettinum í sínu námi. Við erum stollt af okkar manni.