Archives

Nemendatónleikar 12. febrúar

2560 1566 Söngskólinn í Reykjavík

Galakvöld Óperudeildarinnar

2560 2057 Söngskólinn í Reykjavík

Eins og kom fram í upphafi skólaársins þá er boðið upp á þá nýbreytni í starfi óperudeildarinnar að efnt verður til í húsakunnum skólans að Laufásvegi 49 – 51 þ. 1. nóvember kl. 19:30 . Nemendur deildarinnar koma fram í búningum og syngja aríur, dúetta eða samsöngsatriði. Boðið er upp á atriði úr ýmsum óperum s.s. Töfraflautu, Töfraskyttu [Freischütz], Ástardrykknum, Carmen, Rakaranum frá Sevilla, Don Giovanni, Brúðkaupi Figarós og Grímudansleiknum.

Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari hefur æft með nemendunum atriði kvöldsins.

Vortónleikar Ungdeilda Söngskólans í Reykjavík

640 480 Söngskólinn í Reykjavík

Ungdeild SR fagnar vorinu og flytur söngsyrpu úr vinsælum Disney myndum  og stytta útgáfu af Ávaxtakörfunni með leikrænum tilburðum, ásamt völdum lögum úr öllum áttum undir stjórn Hörpu Harðardóttur, Sibylle Köll og Sigurðar Helga Oddsonar píanóleikara. Tónleikarnir verða í Aðventkirkjunni að Ingólfsstræti 19, 101 Reykjavík þ. 11. apríl kl. 17:00

Söngvarar eru nemendur í Ungdeildum Söngskólans:

Anna Dagbjört Guðmundsdóttir, Árdís Freyja Sigríðardóttir, Christelle Guðrún Skúladóttir, Finnbjörn Hjartarson, Freydís Helgadótti, Gabríela Snædís Björg Di Dino, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Iðunn Ólöf Berndsen, Ingunn Anna Hreiðarsdóttir, Jana Guðrún J.T.Maillard, Karen Óttarsdóttir, Karl Jóhann Stefánsson, Kolbrá Kría Birgisdóttir,  Kristín Anna Jónsdóttir, Kristín Ísafold Traustadóttir, Leela Linn Arni Stefánsdóttir, Lovísa Rán Örvarsdóttir Thorarensen, Ragnheiður Milla Sveinsdóttir, Saga Karolin Szabó, Sara Guðnadóttir, Sara Isabel Gunnlaugsdóttir, Sólrún Sigurjónsdóttir, Sólveig Guðrún Guðjónsdóttir, Ugne Jankute, Victoria Rán Bergmann Garðarsdóttir

Myndin er úr myndasafni skólans
Myndin er úr myndasafni Söngskólans í Reykjavík

Nemendatónleikar

2560 1920 Söngskólinn í Reykjavík

Vekjum athygli á fyrstu nemendatónleikaum ársins í nýju húsnæði Söngskólans við Laufásveg. Nemendur Kristínar R. Sigurðardóttur og Bergþórs Pálssonar koma fram við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur.

Nemendatónleikar 30. jan. 2019

Masterclass 12. október

820 312 Söngskólinn í Reykjavík

Roland Schubert verður með masterclass í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík, föstudaginn 12. október kl. 14:00 – 17:30.
Masterclassinn er samstarf Söngskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Nemendur beggja skólanna vinna með Schubert.

Píanóleikarar á masterclassanum eru Kristinn Örn Kristinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Allir velkomnir – Áheyrn ókeypis

Prófessor Roland Schubert er yfirmaður Söngdeildar við Tónlistarháskólann í Leipzig “Felix Mendelsohn-Bartholdy”. Hann er varaformaður samtaka sem styðja við unga söngvara og er einn af stofnendum Söngakademíunnar í Torgau.

Nánar um Roland Schubert:

Roland Schubert bassi kemur frá Gentha í Þýskalandi. Ungur lærði hann á flautu og píanó, en fyrstu söngtímanna sótti hann við Tónlistarskóla “Johann Sebstian Bach” í Leipzig. Á árunum 1983-1989 stundaði hann söngnám við Tónlistarháskólann í Leipzig “Felix Mendelsohn-Bartholdy” hjá Prof. Hermann Christian Polster en hefur einnig sótt söngtíma hjá Walter Berry í Vín. Árið 2001 hlaut Schubert þýska heiðurstitilinn Kammersänger.

Schubert var með stöðu við óperuhúsið í Leipzig, söng þar m.a. Leporello, Papageno, Rocco og Bartolo. Hann söng einnig fjölmörg hlutverk við Staatsoper í Vín, Deutsche Oper í Berlín, Semperoper Dresden, Hamburg Staatsoper, Óperuhúsinu í Halle, Staatsoper München, Opera de Rouen, Volksoper Vín, Staatsoper Berlin, Opernhaus Chemnitz, Oper Seoul og Scala.

Ásamt því að syngja í óperum hefur Schubert verið virkur einsöngvari, t.d. komið fram með Wiener Philharmoniker, Wiener Symphoniker, Gewandhausorchester Leipzig, MDR-Sinfonieorchester, Sächsische Staatskapelle, Dresdner Philharmonie, Bachorchester Leipzig, Bayerische Rundfunkorchester München og Orchestra dell‘Accademia Santa Cecilia Roma.
Meðal hljómsveitarstjóra sem hann hefur unnið með eru: Carlo Maria Giulini, Riccardo Muti, Zubin Mehta, Horst Stein, Lord Yehudi Menuhin, Mstislaw Rostropowitsch, Fabio Luisi, Christian Thielemann, Michel Plasson, Michael Gielen og Kent Nagano.
Roland Schubert hefur sungið yfir 100 hlutverk og unnið með einum fremstu leikstjórum heims sem dæmi Ruth Berghaus, Christine Mielitz, Alfred Kirchner, David Pountney, Volker Schlöndorf, Christoph Loy, Götz Friedrich, Achim Freyer og Willy Decker.
Roland Schubert hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna fyrir útvarp og sjónvarp sem dæmi söng hann hlutverk Alfonso, Bartolo og Masetto þegar Mitteldeutsche Rundfunk tók upp verk Mozart og da Ponte.

Schubert hefur haldið fjölda Masterklassa í Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Spáni, Svíþjóð, Suður Kóreu, Ísrael og Stóra-Bretlandi. Nemendur hans hafa hlotið ýmis verðlaun bæði innanlands og erlendis og hafa fengið fastráðningar við hin ýmsu óperuhús. Ber þar helst að nefna: Deutsche Oper Berlin, Komische Oper, Staatsoper Berlin, Staatsoper Wien, Oper Leipzig, Theater Bremen, Gera/Altenburg, Kassel, Luzern, Cottbus, Semperoper Dresden, Mailänder Scala, MDR Rundfunkchor, RIAS – Kammerchor, WDR Rundfunkchor, den Vokalensembles AMARCORD, CALMUS und ADORO.

Viðburðir í tenglsum við stórafmæli Jóns Ásgeirssonar

352 182 Söngskólinn í Reykjavík

Jón Ásgeirsson 90 ára 

Ísalög gefur út söngsafn Jóns Ásgeirssonar, 3 bækur í boxi

 

Sunnudaginn 7. október 2018 kl. 20:00  

Jón Ásgeirsson 90 ára – heiðurstónleikar í Salnum í Kópavogi 

Jón Ásgeirsson tónskáld verður 90 ára í október og eru tónleikarnir haldnir til þess að heiðra Jón og hans ævistarf. Flutt verða sönglög og aríur frá ýmsum tímabilum.

Flytjendur: Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Ágúst Ólafsson baritón og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari.

 

Þriðjudaginn 9. október 2018 kl. 14:00-16:00

Ljóða- og aríudeild við Söngskólinn í Reykjavík 

Jón Ásgeirsson leiðbeinir nemendum í ljóða- og aríudeild og undirbýr þá fyrir tónleika í tilefni af 90 ára afmæli Jóns. 

Umsjón: Ólöf Kolbrún Harðardóttir 

Píanóleikarar: Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson

Opið almenningi – áheyrn ókeypis 

 

Miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 18:00  

Tónleikar til heiðurs Jóni Ásgeirssyni – Söngskólinn í Reykjavík 

Nemendur í ljóða- og aríudeild halda tónleika í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar. 

Umsjón: Ólöf Kolbrún Harðardóttir 

Píanóleikarar: Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson

Allir velkomnir og frítt inn

 

Fimmtudaginn 11. október 2018 – Afmælisdagur Jóns Ásgeirssonar

 

Miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 20:00  

Tíbrá tónleikaröð – Hvíslar mér hlynur – í Salnum í Kópavogi

Jón Ásgeirsson níræður
Okkar mikilsvirta söngvaskáld, Jón Ásgeirsson, fagnar níræðisafmæli þann 11. október. Af því tilefni býður Tíbrá tónleikaröðin upp á sönglagaveislu með mörgum af hans fegurstu lögum, aríum og dúettum. 

Flytjendur: Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Snorri Sigfús Birgisson.

 

Laugardaginn 20. október 2018 kl. 16:00  

Svartálfadans – Hannesarholt – Óperudaga í Reykjavík

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari flytja ljóðaflokkinn Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, ásamt nokkrum af þekktustu perlum tónskáldsins sem fagnar níræðisafmæli sínu í októbermánuði. 

Gunnar Þorsteinsson, þýðandi og þulur, les ljóðin úr Svartálfadansi milli laga. 

 

Föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október 2018 kl. 20:00  

Þrymskviða – Norðurljósarsal Hörpu

Uppfærslan er í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar og 100 ára fullveldi Íslands. Þrymskviða er fyrsta íslenska óperan, frumflutt árið 1974.

Ópera eftir Jón Ásgeirsson: 

Þór uppgötvar að hamar hans Mjölnir er horfinn! Þrymur þursadrottinn hefur rænt honum og heimtar Freyju í lausnargjald. Hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn svo Þór fer í kvenmannsgerfi til Jötunheima að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Laufeyjarsonar.

Flytjendur: Guðmundur Karl Eiríksson, Keith Reed, Margrét Hrafnsdóttir, Agnes Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Björn Jónsson, Björn Þór Guðmundsson, Háskólakórinn, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson / Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson

Tónleikar til heiðurs Jóni Ásgeirssyni

820 312 Söngskólinn í Reykjavík

Nemendur í ljóða- og aríudeild halda tónleika í Snorrabúð, miðvikudaginn 10. október kl. 18:00, í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar.

Umsjón tónleikanna: Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Allir velkomnir og frítt inn