Pétur syngur í Carnegie Hall

1170 500 Söngskólinn í Reykjavík

Pétur Úlfarsson mun syngja og spila á fiðluna sína í Carnegie Hall í New York á miðvikudaginn!
Hann hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni og eru tónleikarnir partur af verðlaununum. Þessi fjölhæfi listamaður spilar eins og virtuoso á fiðluna og syngur eins og engill, hann er því vel að verðlaunum kominn. Pétur byrjaði ungur í Söngskólanum, fyrst hjá Garðari Thor Cortes en er núna nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur.
Pétur mætti í útvarpsviðtal hjá Bítinu í morgun, hægt að hlusta hér
Við erum að rifna úr stolti og óskum honum góðs gengis í Carnegie Hall!