Allir geta dansað: 900-9002

480 480 Söngskólinn í Reykjavík

Það þarf ekki að kynna Bergþór Pálsson fyrir neinum, hann er löngu búinn að syngja sig inní hjörtu landsmanna. Hann er stórkostlegur söngvari og frábær sviðslistamaður. Nú er hann búinn að heilla þjóðina – eina ferðina enn – en að þessu sinni með dansi í Allir geta dansað. Dansfélagi Bergþórs er engin önnur en Hanna Rún Bazev Óladóttir. Þetta er búið að vera hörð keppni, þar sem metnaðarfullir þátttakendur spreyta sig á nýjum dansi í hverri viku. Sunnudaginn 6. maí fer síðasti þátturinn í loftið og auðvitað er okkar maður einn af keppendum.

 

Bergþór Pálsson fer heilshugar í öll þau verkefni sem mæta honum; hvort sem það er hlutverk í Íslensku óperunni eða í leikhúsum landsins, að kenna þjóðinni borðsiði og aðra mannasiði, eða að leiðbeina söngnemendum við Söngskólann í Reykjavík. Hann hefur kennt mörgu af okkar flottasta söngfólki, m.a. Ara Ólafssyni sem er að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision um þessar mundir.