Feldenkrais

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

 

Feldenkrais aðferðin verður kynnt fyrir nemendum skólans fyrstu tveir vikurnar í febrúar, en aðferðin er velþekkt meðal tónlistarmanna.

Feldenkrais hjálpar fólki til að skynja og endurskipuleggja tengsl milli heila og líkama. Aðferðin hefur hjálpað einstaklingum til að yfirstíga ýmis líkamleg vandamál sem geta orsakast vegna ómeðvitaðra hreyfinga.

Sibyl Urbancic er sérhæfð í því að vinna með tónlistafólki með Feldenkrais-aðferðinni – við erum því heppin að fá hana til liðs við okkur.
Hún bíður einnig upp á einkatíma, tímapantanir í síma: 552-7366