Fyrstu nemendatónleikar verða í Sturluhöllum Söngskólans í Reykjavík miðvikudaginn 21. nóvember nk. Það eru nemendur Grunndeildar skólans sem stíga á svið og flytja okkur íslensk og erlend þjóðlög. Eins og margir vita þá er skólinn kominn í nýtt húsnæði við Laufásveg 49 – 51 og erum við þessa dagana að koma okkur fyrir og erum spennt að sjá hvernig til tekst. Þetta eru jafnframt fyrstu tónleikarnir í nýju húsnæði skólans að Laufásvegi 49
Öllum heimill aðgangur og aðgangur er ókeypis. Hvetjum nemendur skólans og alla velunnara skólans til að mæta.