Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir

1772 1181 Söngskólinn í Reykjavík

Enn bætist í söngkennarahópinn við Söngskólann í Reykjavík!  

Nýjasta viðbótin er: Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir.  

Kristín stundaði nám hér við Söngskólann áður en hún hélt til Ítalíu í framhaldsnám. Hún hefur víða komið fram; á Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Englandi, Kanada, í Færeyjum og á Íslandi. Kristín hefur mikla reynslu af söngkennslu, hún kenndi í 17 ár við Söngskóla Sigurðar Demetz og einnig við tónlistarskólann á Egilsstöðum og Seyðisfirði.  

Við bjóðum Kristínu hjartnlega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins með henni í vetur og á komandi árum.