Kristinn Sigmundsson

2479 1692 Söngskólinn í Reykjavík

Við kynnum með stolti nýjan kennara við Söngskólann í Reykjavík: Kristinn Sigmundsson
Það þarf vart að kynna þennan frábæra söngvara, sem hefur átt glæstan söngferil. Hann hefur sungið í merkustu óperuhúsum og tónleikasölum heims, þ.á.m.; Metropolitan Opera, Covent Garden, L’Opéra de Paris, Staatsoper Vienna, Staatsoper Munich, Semperoper Dresden, o.s.frv.

Áður en Kristinn fór í framhaldsnám til Austurríkis og Bandaríkjanna, var hann nemandi Guðmundar Jónssonar við Söngskólann í Reykjavík. Það er einkar ánægjulegt að Kristinn skuli koma aftur heim til að miðla sinni reynslu og þekkingu m.a. með nemendum Söngskólans.

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um skólavist fyrir komandi skólavetur. Inntökuprófin fara fram fimmtudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar í síma: 552-7366 eða songskolinn@songskolinn.is