Lokatónleikar söngnámskeiða

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Í gær, þriðjudaginn 12. desember, voru lokatónleikar söngnámskeiða hér við skólann.

Efnisskráin var fjölbreytt. Tónleikarnir byrjuðu á samsöngsatriði þar sem allir þátttakendur námskeiðanna sungu saman þjóðlag í útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Eftir það sungu þeir nemendur, hver á eftir öðrum, sem treysti sér til að syngja einsöng. Ólöf Kolbrún Harðardóttir gaf skriflega umsögn handa þeim sem veganesti inní framtíðina ef þau vilja enn bæta sig í söng og framkomu. Í lokin var fjöldasöngur, þar sem allir voru hvattir til að syngja með. Það var jólalegt andrúmsloft á tónleikunum og flottur hópur söngvara sem söng. Við vonumst til að heyra í þeim aftur á komandi ári og í framtíðinni.

Íris Erlingsdóttir söngkennari og Elín Guðmundsdóttir píanóleikari höfðu umsjón með tónleikunum. Við þökkum þeim fyrir gott starf og fallega vinnu.

Söngnámskeið eru í boði fyrir áhugafólk í söng á öllum aldri, þar sem farið er í söngtækni, túlkun, framkomu og tónfræði. Hvert söngnámskeið tekur 7 vikur, nánar hér. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 552 7366