STAÐUR & STUND

25. janúar, 2018

Marta Kristín Friðriksdóttir

Árið 2017 hefur verið mjög viðburðarríkt hjá söngkonunni Mörtu Kristínu Friðriksdóttur, nemenda við Söngskólann í Reykjavík. Snemma árs vann Marta söngkeppnina Vox Domini, á vegum FÍS (Félag Íslenskra söngkennara) og fékk nafnbótina Rödd ársins 2017!

Samhliða því að syngja hlutverk Paminu í Töfraflautunni, eitt aðalhlutverk óperunnar, söng Marta sig inn í virtan tónlistarháskóla í Vín: Universität für musik und darstellende kunst Wien. Hún heillaði dómnefndina þar við skólann eins og henni einni er lagið.

Marta hóf nám við Söngskólann í Reykjavík árið 2012 og hefur síðan þá lært hjá Signýju Sæmundsdóttur og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Hún kom hingað með gott veganesti frá Margréti Pálma, Hönnu Björk Guðjónsdóttur og Ingu Backman. Í lok síðasta skólaárs lauk Marta 8. stigs söngprófi með hæstu einkunn eða 9,6. Á bak við velgengni sem þessa liggur mikil vinna, en Marta hefur verið dugleg að sækja masterclassa hérlendis sem og erlendis.

Tónlistarháskólinn í Vín hefst 2. Október 2017. Þar við skólann eru nú þegar nokkrir aðrir nemendur frá Söngskólanum í Reykjavík: Kristín Sveinsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Gyrðir Viktorsson, Davíð Ólafsson og Unnsteinn Árnason. Við vonum að þau taki vel á móti líflegu og skemmtilegu Mörtunni okkar og hjálpi henni að fóta sig á nýjum stað.

25. janúar, 2018

Marta Kristín Friðriksdóttir

Árið 2017 hefur verið mjög viðburðarríkt hjá söngkonunni Mörtu Kristínu Friðriksdóttur, nemenda við Söngskólann í Reykjavík. Snemma árs vann Marta söngkeppnina Vox Domini, á vegum FÍS (Félag Íslenskra söngkennara) og fékk nafnbótina Rödd ársins 2017! Samhliða því að syngja hlutverk Paminu í Töfraflautunni, eitt aðalhlutverk óperunnar, söng Marta sig inn í virtan tónlistarháskóla í Vín: Universität für musik und darstellende kunst Wien. Hún heillaði dómnefndina þar við skólann eins og henni einni er lagið. Marta hóf nám við Söngskólann í Reykjavík árið 2012 og hefur síðan þá lært hjá Signýju Sæmundsdóttur og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Hún kom hingað með gott veganesti frá Margréti Pálma, Hönnu Björk Guðjónsdóttur og Ingu Backman. Í lok síðasta skólaárs lauk Marta 8. stigs söngprófi með hæstu einkunn eða 9,6. Á bak við velgengni sem þessa liggur mikil vinna, en Marta hefur verið dugleg að sækja masterclassa hérlendis sem og erlendis. Tónlistarháskólinn í Vín hefst 2. Október 2017. Þar við skólann eru nú þegar nokkrir aðrir nemendur frá Söngskólanum í Reykjavík: Kristín Sveinsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Gyrðir Viktorsson, Davíð Ólafsson og Unnsteinn Árnason. Við vonum að þau taki vel á móti líflegu og skemmtilegu Mörtunni okkar og hjálpi henni að fóta sig á nýjum stað.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING