Prófessor Roland Schubert í heimsókn

900 878 Söngskólinn í Reykjavík
Prófessor Roland Schubert

Próf. Roland Schubert ( óperusöngvari og yfirmaður Söngdeildarinnar við Mendelsohn akademíuna í Leipzig) verður gestur Söngskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, mánudaginn 13. frá kl. 09 – 12, þriðjudaginn 14. kl. 13 – 16 og á miðvikudag 15. kl. 16 – 19.

Fyrirhugað er að Próf. Schubert vinni með nemendaóperunni og ljóða- og aríudeildinni, bæði að Galakvöldinu sem er í bígerð og leiði síðan ljóða- og aríudeildina á þriðjudeginum. Allir eru velkomnir til að koma og fylgjast með í ljóða- og aríudeildinni á þriðjudeginum. Það er mikil fengur að fá hann í heimsókn og kjörið tækifæri fyrir nemendur að koma og fylgjast með.

Að lokum verður R. Schubert  með sameiginlegan tíma á miðvikudagseftirmiðdag frá kl. 16:00 – 19:00 með LHÍ nemendum og Söngskólanemendum í Söngskólanum og það er líka opið til áheyrnar fyrir alla.