Skilaboðaskjóðan

1170 500 Söngskólinn í Reykjavík

Ungdeild Söngskólans í Reykjavík setur upp Skilaboðaskjóðuna í konsertuppfærslu, eftir Jóhann G. Jóhannsson, við texta Þorvaldar Þorsteinssonar.

Sýningarnar verða í Iðnó:

Skilaboðaskjóðan er skemmtileg fjölskyldusýning sem allir ættu að hafa gaman af, falleg tónlist og lífleg saga. Sagan er um Putta og Möddumömmu, sem eiga heima í Ævintýraskógi. Nátttröll rænir Putta og ætlar að breyta honum í tröllabrúðu, en íbúar skógarins, dvergarnir, Mjallhvít og Rauðhetta, vilja bjarga honum. Mikið kapp er lagt á að gera það, áður en sólin sest. Hins vegar vilja Nornin, Úlfurinn og Stjúpan ekki hjálpa Putta, og þá eru góð ráð dýr!

Ungdeild Söngskólans í Reykjavík er sívaxandi deild innan skólans. Nemendur deildarinnar eru 28 talsins á aldrinum 11 – 16 ára. Auk söngtíma og samsöngs, sækja þau einnig tónfræði og tónheyrnartíma.
Umsjón með deildinni hafa Harpa Harðardóttir, Sibylle Köll, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson.