Takk fyrir komuna Svavar Knútur!

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Við þökkum Svavari Knúti innilega fyrir komuna!

Svavar var sérstakur gestur í Opinni Grunndeild og Opinni Miðdeild. Hann sagði frá því hvernig hann nýtti sér námið við Söngskólann til að bæta sig sem tónlistarflytjandi – „að vera farvegur fegurðar“ eins og hann orðaði það sjálfur. Nemendur spurðu hann m.a. hvernig hann tekst á við sviðsskrekk og hvað hann geri þegar hann gleymir textanum í miðju lagi. Þetta voru áhugaverðar umræður sem allir geta lært af.

Í lok tímans sungu nemendur deildanna íslensk sönglög fyrir Svavar Knút, sem leiðbeinti þeim hvernig hægt er að gera betur eða öðruvísi.

Það var gaman að fá Svavar Knút í heimsókn og við vonum innilega að hann komi aftur 🙂