ÞINN FALSTAFF Í HOFI

898 1082 Söngskólinn í Reykjavík

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík 

Á kaffihúsinu Kaffi Lola , hefur hópur áhugamanna um sveiflu millistríðsáranna hreiðrað um sig.  Þau setja óneitanlega svip á bæinn, þar sem þau bæði klæða sig og dansa Lindy Hop í anda stríðsáranna.  

NEMENDAÓPERA SÖNGSKÓLANS Í REYKJAVÍK í samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar sýnir  

ÞINN FALSTAFF! – í Hömrum Hofi, Akureyri

föstudaginn 22.mars 2019, kl. 20.00

Miðasala á mak.is og við innganginn.

Þetta er 44. verkefni Nemendaóperunnar og hafa sýningar farið víða fram, bæði í Reykjavík og víðsvegar um landið. Nú í mars ætlar Nemendaóperan að fá Tónistarskólann á Akureyri til liðs við sig og munu nemendur skólans taka þátt í sýningunni

Þinn Falstaff! – er “óperuflækja um ástir, örlög og brostnar vonir

með senum úr óperunum: 

Camen / Bizet  –  Brúðkaup Fígarós / Mozart  –  Fidelio / Beethoven – 

Kátu konurnar frá Windsor / Otto Nicolai  –  Falstaff/Verdi – 

Der Schauspieldirektor / Mozart  –  Perlukafararnir / Bizet

Í einsöngshlutverkum eru 9 af nemendum framhalds- og háskóladeilda Söngskólans í Reykjavík og 3 nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Einnig taka þátt í sýningunni dansarar frá Sveiflustöðinni og kór Tónlistarskólans á Akureyri.  Sibylle Köll leikstýrir verkinu og Hrönn Þráinsdóttir er tónlistarstjóri og hefur stýrt undirbúningi, stjórnandi er Garðar Cortes. 

Einsöngvarar:

Birgir Stefánsson, Guðný Guðmundsdóttir, Halldóra Ósk Helgadóttir, Íris Sveinsdóttir, Lilja Gísladóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Rósa María Stefánsdóttir, Rosemary Atieno Odhiambo,  Salný Vala Óskarsdóttir, Soffía Pétursdóttir og Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir.