Tónleikar – Guðný Guðmundsdóttir

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Guðný Guðmundsdóttir sópran
Hrönn Þráinsdóttir píanó

Tónleikar í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík
Guðný er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur

Gestir:
Halldóra Ósk Helgadóttir sópran
Pétur Úlfarsson tenór

Um Guðný:
Guðný Guðmundsdóttir fæddist árið 1996. Hún útskrifaðist sem stúdent af málabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2016, og samhliða náminu var hún einnig í Kór MH hjá Þorgerði Ingólfsdóttur. Guðný byrjaði í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti J. Pálmadóttur aðeins 5 ára gömul og fór þaðan í söngnám í tónskólanum Domus Vox undir leiðsögn Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur og Antoniu Hevesi og lauk þaðan miðprófi vorið 2014. Haustið 2015 hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Ólöfu Kolbrúnu Harðadóttur og Hrönn Þráinsdóttur og lauk þaðan Framhaldsprófi vorið 2017 og stefnir á Burtfarapróf vorið 2019. Einnig hefur hún stundað píanónám hjá Violetu Soffiu Smid og Önnu Rún Atladóttur og hefur lokið 2. Stigi undir leiðsögn Violetu og stefnir á 3. Stig með Önnu sér við hlið. Guðný hefur farið með hlutverk 1. Drengs í uppsetningu Söngskólans á Töfraflautunni eftir Mozart á síðasta skólaári, og nú síðast fór hún með hlutverk þernunnar Adele í Leðurblökunni eftir Strauss.